..::Skrautlegt::..

Fór á lappir með öllu genginu mínu, keyrði svo krökkunum í skólann, Guðný þarf ekki að vera komin inneftir fyrr en níu á morgnanna svo að hún þarf ekki að fara fyrr en korter yfir átta.

Hellti mér upp á te og settist svo fyrir framan imbann, þegar morgunþátturinn var búin og þessi hrikalega sápuópera byrjaði þá flúði ég í tölvuna.
Lagaði aðeins bloggið mitt til, setti þennan fína engil inn og spáði aðeins í HTML þetta stoppar stutt við í höfðinu á mér.

Svo smellti ég nokkrum myndum inn, þetta kemur smátt og smátt og hér er af nógu að taka.
Gaman að sjá að litla systir er byrjuð að blogga aftur, hún er greinilega að taka það út sem við sjómennirnir og okkar fjölskyldur þurfum að berjast við.
Viðskilnaðurinn er ekki alltaf auðveldur, en með bjartsýni og réttu hugarfari verður þetta auðveldara. Bara að passa sig á því að hugga sig ekki um of á gúmmilaðinu :).

Jæja það er best að fara gera kaffikönnuna klára og búa um bælið áður er daman kemur úr skólanum :).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi