Færslur

Sýnir færslur frá desember 21, 2003
Mynd
..::Last day::.. Í gærkvöldi þegar við komum heim úr kvöldgöngunni voru Einar og Hilmar komnir niðgreftir til Hilmars, og þar sem við vorum komin í þetta ægilega göngustuð þá röltum við eftir guttanum. Ég tók að vísu sparksleðann og renndi mér á honum, við prufuðum bæði að sitja á honum á niðureftirleiðinni en færið var ekki nógu gott fyrir fullvaxna farþega. Við stoppuðum smástund hjá Svölu og Óla svo renndum við okkur heim, Einar naut góðs af sleðanum og sat á alla leiðina heim. Þegar ég var gutti heima á Eskifirði þá átti ég svona sleða, að vísu var hann allur úr járnrörum sem pabbi hafði soðið saman, sennilega hefur hann vitað sem var að það myndi duga lítið í höndunum á mér eitthvað spýtnabrak ;) en hvað um það þá renndi ég mér mikið á sleðanum þótt mér hafi nú fundist frekar stelpulegt að vera á sparkssleða. Aðal gaurarnir voru á stýrissleða en hann átti ég engan fyrr en löngu seinna svo á rammgerðum dömusleðanum spýttist ég út um allan bæ:). Í haust þegar ég fór austur í kv
Mynd
..::Annar í konfektáti::.. Drattaðist á lappir klukkan tíu fimmtán í morgun nokkuð ánægður með það því að ég fór ekki í bælið fyrr en fimm í morgun ;). Fréttirnar af þessum hálfvita austur á Seyðisfirði voru svakalegar en sem betur fer tókst að afstýra því sem hann hafði í huga og loka fávitan inni. Það er alveg ótrúlegt að þessir menn skuli ganga lausir og að mínu viti ætti að reka þessa ræfla á fjöll og GEFA á þá veiðileifi. Þetta gæti orðið hið ágætasta sport fyrir þá sem ekki komust í Rjúpu fyrir utan hvað þetta mundi spara þjóðarbúinu. Ég er alveg viss um að það væru menn úti í heimi tilbúnir að borga stórfé fyrir að fá að lóga einum kynferðisglæpamanni, þetta yrði fín viðbót í ferðamannaflóruna ;). Ég er nokkuð viss um að Dabbi gæti hækkað launin sín umtalsvert fyrir sparnaðinn sem af þessu hlytist, það þarf bara að keyra þetta í gegn um þingið með trukki og dífu. En þetta er víst ekki mjög Jólalegt spjall en þessi fáviti fyrir Austan var ekki heldur mjög Jólalegur síðast
..::Gleðileg Jól::.. Í gær var aðfangadagur en það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum ;), dagurinn hjá okkur var ósköp venjulegur Aðfangadagur, við fórum upp í kirkjugarð um fjögurleitið og kveiktum á nokkrum friðarkertum, það gekk svona upp og ofan að fá þau til að loga en alverst voru þó tólgarkertin. Það er sennilega ástæðan fyrir því að það var byrjað að nota vax í kerti en ekki tólg ;). Eftir kirkjugarðsferðina var haldið áfram að stússa í mat taka jólabaðið og dressa sig upp fyrir matinn. Við vorum með Kalkún og Svín og tókst það bara nokkuð vel ;)....... Eftir voru svo pakkarnir opnaðir og var mikið um fallegar gjafir. Um ellefuleitið var svo kíkt niður í Mímisveg til Kalla þar var allt á fullu og nóg að gera við að setja saman leikföng fyrir Bjarka Fannar ,). Í dag sváfu svo allir fram að hádegi, ég harkaði mér í að setja upp viftuna sem við fengum frá mömmu og pabba og var það akkúrat tilbúið þegar flautað var til jólaveislu í Mímisveginum, þar var öll fjölskyl
Mynd
..::Skötuveisla::.. Það má segja að dagurinn hjá mér hafi byrjað á skötuveislu, eða það var ekki langt frá því. Við vorum öll mætt niður til Gunna og Dísu í Þorláksmessuskötuna í hádeginu, ekki klikkuðu þau skötuhjú á skötunni þetta árið frekar en áður, en hún var með sterkara móti núna og ekki hollt að vera mikið á innsoginu yfir skötufatinu. Eftir matarboðið fórum við heim og þá tók Jólaundirbúningurinn við, Guðný var náttúrulega að þrífa og þvo þvott og eitthvað fleira sem fylgir þessu jóla jóla ;). Um sexleitið skutlaði ég svo Óla inn á Akureyri og sótti Árna Finns í leiðinni, við kíktum aðeins í Glerártorg og svo aðeins í göngugötuna en það var frekar kalt og fátt fólk á ferli, allavega miðað við dagsetninguna............... Svo var brunað út á Dalvík, það var hált en ekkert til að væla yfir og geystist súbbinn þetta eins og ekkert væri. Maður tók varla eftir því að það væri hált fyrr en þeir komu með einhverjar aðvaranir í útvarpinu en þá var ég komin heim. Það mætti mé
Mynd
..::Tiltekt::.. Jedúddamía Guðný er búin að vera á fullu við tiltekt í allan dag og nú er búið að glans pússa kofann frá kjallara og upp úr, ég kom mér náttúrulega undan tiltektinni og heimsótti nágrannann ;). Hann átti líka að vera að taka til en í sameiningu tókum við til í tölvunni hans, eða réttara sagt fundum við forrit til að sjá um tiltektina fyrir okkur :). Það var komin svo mikill snjór í planið hjá okkur að ekki var annað ráð en að hringja á skurðgröfu til að sjá um það verk, þeir voru mættir eldsnemma í morgun og hreinsuðu planið svo nú er hægt að setja bílinn inn. Eftir kuldakast undanfarinna daga þá er komin hláka og var hitinn komin upp í 4°C í kvöld. Seinnipartinn fór ég niður í kjallara og náði í Jólatréð það tók smástund að setja það saman og nú biður það eftir skreytingunni, en samkvæmt hefðinni þá verður það gert annaðkvöld og eru það krakkarnir sem sjá um það. Ég smellti inn mynd af trénu eins og það er núna og svo er aldrei að vita nema það k
Mynd
..::Vake up::.. Það var frídagur á blogginu í gær ;) en nú á að reina að bæta ykkur það upp. Gærdagurinn var svona melló, og var eins og mætti orða það rólegheitadagur. Óli kærastinn hennar Hjördísar kom seinnipartinn og svo kom Kalli aðeins í gærkvöldi. Kalli hitt vel á því ég var á ferðalagi um Grænland í tölvunni og fórum við þorp úr þorpi frá Ittoqqortoormiit til Qaanaaq en þetta var hin fróðlegasta ferð og víða var mikið af myndum til að skoða, ég mæli með statgreen.gl sem byrjunar tengil á Grænland og þá má ferðast þorp úr þorpi með því að smella á punktana á Grænlandskortinu......svo ég segi.......Góða ferð..:) Ég var lengi á fótum í gær og vaknaði seint í dag, mér virðis ákaflega auðvelt að snúa sólarhringnum við og er mikið næturdýr. Við Guðný fórum svo í bæinn í dag að versla inn fyrir jólin, við fórum bara tvö svo þetta tók fljótt af. En mikið rosalega var margt í Glerártorgi ,), við stoppuðum stutt þar kíktum aðeins í Rúmfatalagerinn og keyptum okkur kolla og e