..::Last day::..
Í gærkvöldi þegar við komum heim úr kvöldgöngunni voru Einar og Hilmar komnir niðgreftir til Hilmars, og þar sem við vorum komin í þetta ægilega göngustuð þá röltum við eftir guttanum. Ég tók að vísu sparksleðann og renndi mér á honum, við prufuðum bæði að sitja á honum á niðureftirleiðinni en færið var ekki nógu gott fyrir fullvaxna farþega.
Við stoppuðum smástund hjá Svölu og Óla svo renndum við okkur heim, Einar naut góðs af sleðanum og sat á alla leiðina heim.
Þegar ég var gutti heima á Eskifirði þá átti ég svona sleða, að vísu var hann allur úr járnrörum sem pabbi hafði soðið saman, sennilega hefur hann vitað sem var að það myndi duga lítið í höndunum á mér eitthvað spýtnabrak ;) en hvað um það þá renndi ég mér mikið á sleðanum þótt mér hafi nú fundist frekar stelpulegt að vera á sparkssleða. Aðal gaurarnir voru á stýrissleða en hann átti ég engan fyrr en löngu seinna svo á rammgerðum dömusleðanum spýttist ég út um allan bæ:).
Í haust þegar ég fór austur í kveðjuhóf mömmu og pabba við Eskifjörð sá ég svo gamla sleðann minn niður í garði kolrústaðan og lasinn. Það var langt var síðan einhver hafði rennt sér á honum, ég hafði lítinn áhuga á að taka hann með norður en vonandi á einhver eftir að renna sér a honum aftur.

Ég var frekar slappur þegar ég vaknaði í morgun, það sem bagaði mig helst var nefrennsli eymsli í hálsi og beinverkir. En það þíðir víst ekki að kvarta yfir því og lítið annað við þessu að gera en að fá sér duglegan skammt af C vítamíni og treysta svo á Guð og lukkuna ;). Ég reyndi svo að draga það í allan dag að pakka dótinu mínu niður, það er eitthvað sem þarf að gera en maður vill geima fram á síðustu stundu, en fleira þarf að gera en gott þykir svo seinnipartinn þá haskaði ég mér í að henda einhverjum leppum í töskuna. Ég á að vísu eftir að leggja lokahöndina á pökkunina en ætla fresta því fram á síðustu stund.

Veðrið hefur verið einstaklega fallegt í dag og það hefur snjóað töluvert en mest í logni, það er svona þæfingsfærð í bænum en ekkert til vansa.
Við vorum svo boðin í mat upp til Ninnu og Gumma í kvöld en þar var öll fjölskyldan samankomin til að troða í það litla magapláss sem eftir var :).

Á leiðinni í matarboðið kom ég að konu sem hafði fest sig í skafli og sem betur fer gat ég aðstoðað hana með því að draga hana út úr skaflinum “Hún var á bíl og bílinn fastur :) :)!”.
Mikið var nú gott að geta aðstoðað einhvern og mikið óskaplega er nú fólk þakklátt fyrir svo lítið viðvik. En því miður hafa fáir tíma fyrir aðra í dag, þ.e.a.s þangað til þeir tímalausu lenda í því að þurfa á aðstoðinni að halda sjálfir. En við skulum muna að “sælla er að gefa en þiggja” og það er alveg ótrúlega gefandi að geta veitt einhverjum aðstoð, það þarf ekki alltaf að vera merkilegt. Og bara vitneskjan um að hafa látið eitthvað gott af sér leiða er alveg nóg hvatning til að halda því áfram.

Þegar matarveislunni var lokið lulluðum við heim, settumst fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Ice Age sem er alveg frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna, mynd sem engin má láta fram hjá sér fara.

Eftir myndina renndi ég mér ofan í sjóðandi heitt bað, bað er eitthvað sem okkur sjómönnum stendur ekki til boða nema þegar við erum í landi eða heima svo manni finnst forréttindi að geta legið í baðkari. Þið ættuð að prufa að vera á baðkars í tvo þrjá mánuði þá mynduð þið skilja þetta.
Vinur minn úti í Newfie spurði mig eitt sinn hvað það fyrsta væri sem ég gerði þegar ég kæmi í land? ég sagði “ef hægt er að koma því við þá væri heitt bað ofarlega á listanum”.
Þá sagði þessi vinur minn “skrítið með ykkur sjómenn/konur, þegar konan mín er að vinna á ferjunum á sumrin þá er hennar fyrsta verk þegar hún kemur heim að fara í heitt bað”. En svo eru sumir sem ekki vilja sjá baðkör ,).

Á morgun svíf ég burt af landi brott, áleiðis til Bandaríkjanna þar sem ég gisti eina nótt áður en haldið verður til Halifax í Kanada, þaðan verður svo flogið til Nýfundnalands.
Við ættum að vera komnir um borð í skipið um fimmleitið að staðartíma tuttugasta og níunda des, og ef allt gengur að óskum ættum við að geta sleppt þá um kvöldið.

Mig langar til að biðja Engla Guðs að passa ykkur fyrir mig meðan ég er á sjónum.
Og munið eftir bænunum, þeim sem minna mega sín og eiga bágt.
Það er fallegt og gefandi að biðja fyrir hamingju og gleði handa öðrum, og kostar ekki neitt. Já það er eins og brosið, “frítt!!” en ómetanlegt þeim sem það fær frá öðrum.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi