..::Gleðileg Jól::..
Í gær var aðfangadagur en það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum ;), dagurinn hjá okkur var ósköp venjulegur Aðfangadagur, við fórum upp í kirkjugarð um fjögurleitið og kveiktum á nokkrum friðarkertum, það gekk svona upp og ofan að fá þau til að loga en alverst voru þó tólgarkertin. Það er sennilega ástæðan fyrir því að það var byrjað að nota vax í kerti en ekki tólg ;).
Eftir kirkjugarðsferðina var haldið áfram að stússa í mat taka jólabaðið og dressa sig upp fyrir matinn. Við vorum með Kalkún og Svín og tókst það bara nokkuð vel ;).......
Eftir voru svo pakkarnir opnaðir og var mikið um fallegar gjafir. Um ellefuleitið var svo kíkt niður í Mímisveg til Kalla þar var allt á fullu og nóg að gera við að setja saman leikföng fyrir Bjarka Fannar ,).

Í dag sváfu svo allir fram að hádegi, ég harkaði mér í að setja upp viftuna sem við fengum frá mömmu og pabba og var það akkúrat tilbúið þegar flautað var til jólaveislu í Mímisveginum, þar var öll fjölskyldan ásamt ættmennum og varð ú hin merkilegasta samkunda. Auðvitað voru kökur og tertu í boði eins og hver í sig gat troðið, en allt fór þetta friðsamlega fram eins og fín jólaboð eiga að vera.

Kvöldinu á svo að eiða í leti fyrir framan imbann.........hakka í mig konfekt og þamba matt&appelsín þangað til ég verð útkýldur eins og púkinn á bitanum forðum.

Ég ætla svo að nota tækifærið til að óska öllum Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs.
Og bið engla guðs að vaka yfir ykkur um hátíðina......


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi