..::Annar í konfektáti::..
Drattaðist á lappir klukkan tíu fimmtán í morgun nokkuð ánægður með það því að ég fór ekki í bælið fyrr en fimm í morgun ;).
Fréttirnar af þessum hálfvita austur á Seyðisfirði voru svakalegar en sem betur fer tókst að afstýra því sem hann hafði í huga og loka fávitan inni.
Það er alveg ótrúlegt að þessir menn skuli ganga lausir og að mínu viti ætti að reka þessa ræfla á fjöll og GEFA á þá veiðileifi. Þetta gæti orðið hið ágætasta sport fyrir þá sem ekki komust í Rjúpu fyrir utan hvað þetta mundi spara þjóðarbúinu.
Ég er alveg viss um að það væru menn úti í heimi tilbúnir að borga stórfé fyrir að fá að lóga einum kynferðisglæpamanni, þetta yrði fín viðbót í ferðamannaflóruna ;).
Ég er nokkuð viss um að Dabbi gæti hækkað launin sín umtalsvert fyrir sparnaðinn sem af þessu hlytist, það þarf bara að keyra þetta í gegn um þingið með trukki og dífu.
En þetta er víst ekki mjög Jólalegt spjall en þessi fáviti fyrir Austan var ekki heldur mjög Jólalegur síðastliðna nótt svo að ég skammast mín ekki hætishót fyrir þessar hugsanir...

En svo við víkjum að Jólunum á Dalvík þá er búið aðvera frost og létt snjókoma annað slagið í allan dag, voða Jólalegt.
Kalli Árni Brynja Bjarki of Ingunn komu í jólakaffi í dag og svo komu Svanur María og yngsti grislingurinn þeirra færandi hendi utan úr Ólafsfirði, soðningin kemur sér alltaf vel ;).

Við borðuðum svo Jólahangikjötið með uppstúf kartöflum baunasalati og laufabrauði í kvöld, aukaréttur var restin af jóla Kalkúninum sem Einar og Hilmar gerðu góð skil, Einar er búin að lifa á Kalkún síðan á aðfangadag ;)...

Í kvöld fengum við okkur svo örlita kvöldgöngu í logndrífunni, komum aðeins við hjá Ninnu og Gumma en röltum svo einn hring í bænum.

Það fer að styttast í þessu hjá mér en ég á flug suður fyrir hádegi á sunnudag svo það er aðeins morgundagurinn eftir ;( hjá mér.

Ég vonast til að allir hafi haft það gott á Jólunum og engum hafi leiðst eða liðið illa, bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin á þessari hátíð ljóss og friðar.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi