..::Vöflu bakstur og Innflutnings partý::.. Ekki mikið að segja um þennan laugardaginn, ég skutlaði guttanum á snjóbretti eftir hádegið en hann hringdi fljótlega og bað mig að sækja sig, færið var víst ferlegt og ekki gaman að brettast í því. Þegar ég kom til baka úr fjallinu var Guðný búin að hræra deig og fékk ég það hlutverk að búa til úr því vöflur með sérstöku járni sem ku vera sérútbúið í þetta verkefni, það gekk alveg glimrandi vel hjá mér og náði ég að baka stafla af vöflum áður en Brynja, Bjarki, Ninna, Kalli og Soffía mættu til að gera bakstrinum skil, nú svo var Guðný líka með einhverjar tertur til að toppa baksturinn ;). Seinnipartinn í dag fór svo að snjóa svo að sleða bretta og skíðafólk getur tekið gleði sína á ný, en ég hefði nú frekar viljað hafa þetta eins og það var en það er víst ekki á allt kosið. Í kvöld var svo innflutnings partý hjá Svani og Gabríellu og við brunuðum inneftir og kíktum á þau, þetta er alveg rosalega flott íbúð hjá þeim og ekki voru veitingarnar ...
Færslur
Sýnir færslur frá febrúar 18, 2007
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
.::Ferer þeg en meg::.. Þetta er náttúrulega alltaf það sama hjá mér, sund í dag og 800m lágu í valnum. Þetta er allt að koma hjá mér og styttist í km, en ætli maður taki ekki helgarfrí í sundæfingunum ;). Í gærkvöldi fór ég að hjálpa Rúnari vini mínum að skrúfa dekk fyrir hjólið hans, það er smá tilraun í gangi með það en við smelltum í þetta borðaboltum, að vísu var framdekkið neglt með fólksbílanöglum en við bættum í það ca 50stk af borðaboltum svona til að gera þetta betra fyrir hjarnið. Seinnipartinn í dag var svo drifið í generalprufu á fínu dekkjunum og byrjuðum við á því að fara á Hrísatjörnina sem er alveg rosalega góð til Ísaksturs núna, ekki var annað að sjá og heyra en að þessi nýsmíði virkaði bara fínt á ísnum. Eftir dágóða stund við spól og skransæfingar á ísnum fórum við í fjallið á hjarnið, því miður virkuðu dekkin hjá Rúnari ekki eins vel á hjarninu og ég hafði vonað, en þó snarskánaði gripið hjá honum þegar búið var að hleypa vel úr afturdekkinu. Í kvöld var svo X-fak...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Þegar við stoppuðum hjá Pabba og Mömmu um daginn sagði Pabbi mér litla sögu, ég fékk eina setningu úr þessari sögu á heilann. Eins og við öll vitum þá var mikil flámælska áður fyrr fyrir austan og töluðu þá margir um sveð=svið ket=kjöt bleki=bliki o.s.f.v, en sagan fjallaði svo sem ekki um það heldur talaði aðalleikrinn í sögunni bara þannig, en þá er komið að sögunni: Reynir heitinn frændi og Pabbi þurftu að fara með mótorhjólið hans Reynis inn á Reyðafjörð í skoðun, skoðunarmaðurinn þar var víst frekar groddalegur og átti það til að þjösnast á græjunum sem hann var að skoða. Þarna vildi hann fá að prófa hjólið og leyst Reyni frænda ekkert of vel á það, og enn síður þegar skoðunarkarlinn vildi að hann væri aftan á hjólinu á meðan prufurúnturinn færi fram, þá segir karlinn þessa dillandi fínu setningu “þetta er ekkert hættulegra ferer þeg en meg!” sem var náttúrulega alveg rétt, prufurúnturinn gekk svo ágætlega og heilir komu þeir báðir til baka. Hjólið sem frændi átti hér Royal Enfie...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Enn eitt sundmetið slegið::.. Í dag bætti ég sundafrekið síðan í gær og synti allavega 600m gæti hafa verið eitthvað meira en mér varð einhver fótaskortur á talningunni svo að ég missti líklegast úr einhverjar ferðir. Á eftir svona afreki var alveg dillandi að láta líða úr sér í heita pottinum dálitla stund. Í leiðinni heim náði ég mér svo í einn brúsa af eldsneyti á hjólið sem beið heima tilbúið til átaka við gaddfreðna harðfennisflákana í fjallinu. Svo var bara að galla sig setja í gang og lulla af stað, núna fór ég aðeins lengri inn dalinn og snéri ekki við fyrr en að það var orðið illfært vegna lausa snjós sem lá ofan á hjarninu, ég var samt komin inn í botn á dalnum svo að það var ekki langt eftir inn á Reykjaheiðina, en hún verður að bíða betra færis. Á bakaleiðinni tók ég nokkra útúrdúra og spretti fáknum upp brekkurnar eins og kjarkurinn leifði, annars eru vandræðin ekki að fara upp, NIÐUR er aftur á móti verra þar sem maður hefur ekki eins góða stjórn á hraðanum þá leiðina...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Fyrsta skipstjóraplássið mitt á ekki ósvipuðu farartæki og baðkeri, ekki ómerkari farkostur en stóri járn þvottabalinn hennar Tótu Reynis. Systir mín Telma hjálpaði mér af stað til hafs, þetta endaði að vísu með því að balinn valt og sökk undan mér í framhaldinu og ég endaði í sjónum. Þarna átti í mesta basli við að ná landi enda ósyntur með öllu en náði að bjarga mér á hundasundi skelfingu lostin. En er ekki einhverstaðar sagt að fall sé fararheill? Fyrst maður er farin að rifja upp þau vandræði sem ég var einstaklega lagin að koma mér í sem barn þá má ekki sleppa því að segja því þegar ég lenti í djúpum skít, oft hef ég hugsað til þessa atburðar þegar fólk talar um að það sé í djúpum skít, auðvitað vita fæstir hvernig það er að vera staddur í þannig krísu og kannski er það best þannig ;).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
En víkjum þá að þessum vandræðum mínum: Þannig var að Mamma og Pabbi fóru með okkur systkinin út á Sellátra til að taka upp kartöflur með heimilisfólkinu þar, kartöflugarðurinn var aðeins ofan við bæinn og meðan allir voru að bisa í garðinum vafraði ég í burt í eina af mínum rannsóknarferðum, á bænum var þetta fína fjós og við fjósið var þessi fína skítagryfja sem tók við skítnum úr beljunum. Eitthvað virðist hafa fallið lítið til af þessum fína húsdýraáburði því það var komin fín þurr skel ofan á skítinn í þrónni, þetta var eins og ís nema þarna var með öllu frostlaust og alveg dillandi veður að því að mig minnir. Ég þurfti náttúrulega að prufa hvort þetta héldi mér og viti menn þetta hélt!, þar sem þessi skítaskán hélt mér á floti var mér ekkert að vanbúnaði að leggja upp í göngutúr í þrónni, þetta hefur sjálfsagt verið eitthvað í líkingu við það þegar Jesú gekk á vatninu nema, hann hafði sig í land. Þetta rannsóknarrölt mitt á næfurþunnri skítaskáninni gat náttúrulega ekki endað nem...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það vildi mér til lífs að strákurinn á bænum hafði verið sendur eftir einhverju heim í bæ og heyrði hann orgin í mér og náði að bjarga mér, þetta leit alls ekki vel út þegar bjargvætturinn birtist því ég var þá sokkinn upp að höndum í skíthauginn og var enn á niðurleið hehe. Það gekk vel að daga mig upp úr haugnum en ég þurfti bað og ný föt alveg eins og eftir balasiglinguna. Ég hef sem sagt lent í djúpum skít og lýg engu um það ;). Þetta eru ein af þeim fáu vandræðum sem ég man eftir að hafa lent í sem krakki, en sjálfsagt eru einhverjir sem kunna einhverjar fleiri sögur af afrekum mínum á yngri árum. Og þá er þetta komið í dag. Vona að þið hafið öll átt góðan dag, og munið að brosa framan í veröldina og reynið að sjá spaugilegu hlutina í kring um ykkur þeir eru allstaðar......
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Öskudagurinn::.. Ennþá er blíðuveður hjá okkur þótt aðeins sé farið að kólna og örfín snjómugga. Það var frí í skólanum svo vinir Einars voru mættir hérna klukkan ½ 9 til að undirbúa sig fyrir Öskudagssönginn , en þetta fólst nú aðallega í því að vera í einhverjum búning og voru þeir ansi flottir þegar þeir fóru af stað. Ég notaði tækifærið eftir hádegið og fór í sund á meðan Guðný fór í ræktina, synti 200m og fór svo í pottinn og gufuna. Ég var bara nokkuð ánægður með frammistöðuna og fór að monta mig af því við frúna að ég hefði synt 200m, ég hefði betur sleppt því að vera að minnast á þetta afrek mitt á sundsviðinu, syntirðu bara 200m sagði hún, það er ekki neitt!. Ég var frekar framlár eftir þessa viðureign og reyndi ekkert að hafa fleiri orð um sundafrek dagsins enda orðið ljóst að það var ekki neitt afrek ;).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Þar sem að langþráð kuldakast var komið þá setti ég hjólið í gang um þrjúleitið og brunaði til fjalla á nýju nagladekkjunum, færið var þvílíkt gott og fór maður nánast það sem maður þorði á hjarninu, ekki spillti fyrir gamninu hvað dekkin virtust grípa vel, ég byrjaði á því að fara beint upp fjallið og nánast upp á topp á bæjarfjallinu, en svo brunaði ég inn allan Böggvisstaðadalinn að sunnanverðu, sjálfsagt hefði ég getað farið mun lengra en þar sem ég var einn þá snéri ég við og tók stefnuna á Hrísatjörnina, hún var gaddfreðin og rennislétt eins og hið besta skautasvell, þarna spændi ég nokkra hringi. Það er alveg dúndrandi fínt að vera komin með hita í handföngin á hjólinu þegar útreiðar í frosti eru stundaðar, maður getur verið með þunna vettlinga og er samt heitt á höndunum ;). Þegar ég var búin að spæna og spóla á tjörninni dágóða stund renndi ég svo aftur í fjallið og byrjaði á að fara nánast beint upp eftir hjarninu, alveg þangað til ég var komin langt upp fyrir efri skíðalyftu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Rakst á þennan brandara á netinu í gær: Góðir draumar! Höfundur: Sveinn Hjörtur 02 February, 2006 Tveir góðir vinir sátu saman á bar og drukku einn kaldann.Þeir voru að ræða um drauma sem hvor þeirra hafi dreymt sl.nótt. “Mig dreymdi að ég hafi verið í fríi og ég sat við fallegtvatn og var með flugustöngina mína með mér. Ég tók nokkurköst og á beit þessi risa urriði-sá allra stærsti sem éghef séð. Frábær draumur maður.” “Já svo sannarlega frábær draumur maður,” segir hinn ogbætir jafnframt við: “Mig dreymdi að ég hafi verið áskemmtistað og kynnst tveimur gullfallegum konum semdönsuðu við mig og stjönuðu við mig á ballinu, gáfu mérbjór og allt. Svo endaði ég með þeim heima hjá þeim og uppí rúmi með þeim báðum,” endar svo vinurinn á að segja. En þá þyngist brúnin á þeim sem dreymdi veiðiferðina oghann segir við vin sinn sem var enn með bros á vör yfirtveimur konur. “Heyrðu, þú segist vera vinur minn og þig dreymir að þúsért með tveimur konum og hringdir ekki einu sinni í mig?”segir vei...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rápað um netið::.. Á rápi mínu um netið rakst ég á þessa skemmtilegu mynd, hún heitir einu númeri of lítill ;), og skýrir sig sjálf. Þetta fann ég inni á síðu sem ábúendur á eyjunni Jan Mayen halda úti, ég á það til að detta þarna inn og lesa fréttir af þeim og skoða myndir, það er alltaf eitthvað um að vera hjá þeim og örugglega gaman að vera þarna ef fólk þolir einangrun fá hinum síspennta ummheimi. Annars er ekki mikið að frétta af mér annað en að ég hef það ágætt. Hérna er svo einn brandari sem ég rakst á á netinu: Hjón fara til tannlæknis! Hjón nokkur fóru til tannlæknis. Konan segir við tannlækninn að hún vilji láta rífa tönn, En hún kvaðst jafnframt vera á mikilli hraðferð svo það væri engin tími fyrir deyfingar. Bara ráðast á tönnina og rífa hana strax úr, eins fljótt og hægt er! Tannlæknirinn varð orðlaus af undrun! "Kona góð, þú ert mjög huguð! Sýndu mér nú tönnina sem á að rífa!" Konan snýr sér þá að manninum sínum og segir, "Gunnar...komdu fljótur elskan...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Konudagurinn mikli ;)::.. Þessi dagur heilsaði okkur Dalvíkingum með logni blíðu og tveggja stiga hita, alveg yndislegt veður. Það sem ég er með eindæmum rómatískur maður þá lagði ég það á mig í morgun að vakna á undan öðrum fjölskyldumeðlimum og fara í blómabúðina í tilefni dagsins. Þar var náttúrulega allt á fullu og þetta var ekki alveg eins einfalt og ég hélt í fyrstu, það er ekki nóg að koma bara og segja ég ætla að fá blóm!, það var svo margt í boði, rósir í ótrúlega mörgum litum sumar marglitar og allskyns blóm sem ég kann ekki að nefna, ég var í nettum vanda með þetta en sem betur fer þá voru þær mæðgur í blómabúðinni búnar að forvinna þetta aðeins og áttu til nokkra tilbúna blómvendi, ég náði að velja einn vönd úr handa frúnni! Þarna var ég lige glað með að vera nú búin að redda þessu blómamáli. En Adam var ekki lengi í paradís, nú var ég spurður hvort ég vildi ekki setja súkkulaði á vöndinn?, þetta var agalega krúttlegur hjartalaga moli í rauðum álpappír, jú það fannst mé...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Eftir hádegið drifum við Rúnar svo sleðana hans upp á kerru og brunuðum út að Karlsá þar sem sleðarnir voru rifnir af kerrunni og brunað til fjalla í góða veðrinu, Einar Már og Jón vinur hans komu með okkur en þeir voru með brettin með sér og var markmiðið að renna sér á þeim. Það var alveg frábært færi fyrir sleðana og fórum við nánast það sem við þorðum, ég verð að segja að það er magnað að standa þarna uppi á fjallstoppunum og horfa yfir í góða veðrinu, þetta er sýn sem maður sér ekki oft og útsýnið er engu líkt. Ég smellti af nokkrum myndum sem ég ætla að setja inn á myndasíðuna við tækifæri, kannski eru þær þar nú þegar :). Við vorum að sleðast til fimm en þá var haldið heim á leið, við vorum komnir heim upp úr hálfsex rétt mátulega tímanlega til að taka sig til, en ég ákvað að bjóða frúnni út að borða í tilefni dagsins. Svo lukkulega vildi til að Oliver og Sigrún voru með Bergó á leigu og buðu þar upp á þríréttaðan kvöldverð, Rúnar og Tóta kom með okkur og áttum við alveg frábært...