Þegar við stoppuðum hjá Pabba og Mömmu um daginn sagði Pabbi mér litla sögu, ég fékk eina setningu úr þessari sögu á heilann.
Eins og við öll vitum þá var mikil flámælska áður fyrr fyrir austan og töluðu þá margir um sveð=svið ket=kjöt bleki=bliki o.s.f.v, en sagan fjallaði svo sem ekki um það heldur talaði aðalleikrinn í sögunni bara þannig, en þá er komið að sögunni:

Reynir heitinn frændi og Pabbi þurftu að fara með mótorhjólið hans Reynis inn á Reyðafjörð í skoðun, skoðunarmaðurinn þar var víst frekar groddalegur og átti það til að þjösnast á græjunum sem hann var að skoða.
Þarna vildi hann fá að prófa hjólið og leyst Reyni frænda ekkert of vel á það, og enn síður þegar skoðunarkarlinn vildi að hann væri aftan á hjólinu á meðan prufurúnturinn færi fram, þá segir karlinn þessa dillandi fínu setningu “þetta er ekkert hættulegra ferer þeg en meg!” sem var náttúrulega alveg rétt, prufurúnturinn gekk svo ágætlega og heilir komu þeir báðir til baka. Hjólið sem frændi átti hér Royal Enfield líklega WD módel eitt af hjólunum sem Breski herinn flutti til landsins, á þessu hjóli ferðuðust Reynir og Pabbi mikið, svo að það er nokkur hefð fyrir mótorhjólaakstri í minni ætt, bæði í föður og móðurætt því Guðmundur afi keyrði mikið um á mótorhjóli fyrir póstinn að ég held.
Hvaða tegund það var veit ég ekki, en gaman væri að komast að því.

En ég ætla að láta þetta duga í bili.
Hafið það sem best og eigið góða helgi...................

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Kreysti inn nokkrar myndir í febrúaralbúmið.
Nafnlaus sagði…
Kreysti inn nokkrar myndir í febrúaralbúmið.
Nafnlaus sagði…
Hvaða hvaða læti eru þetta, mætti halda að ég væri farin að stama :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi