Það vildi mér til lífs að strákurinn á bænum hafði verið sendur eftir einhverju heim í bæ og heyrði hann orgin í mér og náði að bjarga mér, þetta leit alls ekki vel út þegar bjargvætturinn birtist því ég var þá sokkinn upp að höndum í skíthauginn og var enn á niðurleið hehe.
Það gekk vel að daga mig upp úr haugnum en ég þurfti bað og ný föt alveg eins og eftir balasiglinguna.
Ég hef sem sagt lent í djúpum skít og lýg engu um það ;).
Þetta eru ein af þeim fáu vandræðum sem ég man eftir að hafa lent í sem krakki, en sjálfsagt eru einhverjir sem kunna einhverjar fleiri sögur af afrekum mínum á yngri árum.

Og þá er þetta komið í dag.
Vona að þið hafið öll átt góðan dag, og munið að brosa framan í veröldina og reynið að sjá spaugilegu hlutina í kring um ykkur þeir eru allstaðar......

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt,og þú varst ekki gamall þegar þú byrjaðir kanna heiminn og prófa sem flesta hluti,í minningunni varst þú samt afar þægur og yndislegur,en það er reyndar rétt að uppeldi þínu fylgdu miklir þvottar.
Nafnlaus sagði…
Mér skilst að Elsa hafi vorkennt þér yfir öllu þvottastandinu.

Vinsælar færslur af þessu bloggi