..::Konudagurinn mikli ;)::..
Þessi dagur heilsaði okkur Dalvíkingum með logni blíðu og tveggja stiga hita, alveg yndislegt veður.
Það sem ég er með eindæmum rómatískur maður þá lagði ég það á mig í morgun að vakna á undan öðrum fjölskyldumeðlimum og fara í blómabúðina í tilefni dagsins.
Þar var náttúrulega allt á fullu og þetta var ekki alveg eins einfalt og ég hélt í fyrstu, það er ekki nóg að koma bara og segja ég ætla að fá blóm!, það var svo margt í boði, rósir í ótrúlega mörgum litum sumar marglitar og allskyns blóm sem ég kann ekki að nefna, ég var í nettum vanda með þetta en sem betur fer þá voru þær mæðgur í blómabúðinni búnar að forvinna þetta aðeins og áttu til nokkra tilbúna blómvendi, ég náði að velja einn vönd úr handa frúnni!
Þarna var ég lige glað með að vera nú búin að redda þessu blómamáli.
En Adam var ekki lengi í paradís, nú var ég spurður hvort ég vildi ekki setja súkkulaði á vöndinn?, þetta var agalega krúttlegur hjartalaga moli í rauðum álpappír, jú það fannst mér tilvalið að setja með. Þú verður að velja! Það kom þá í ljós að það voru í boði allskyns lesningar á þessum molum og enn og aftur var ég komin í vandræði ,), en ég tók þessu samt með stóískri ró og passaði mig á að panikka ekki, valdi einn mola sem á stóð “ég elska þig” og málið leist í eitt skipti fyrir öll.
Nú var bara að bruna heim og færa konunni blómin í rúmið, auðvitað klikkaði ég á því að færa henni ekki morgunkaffið með en það er komið á harðadiskinn og verður kannski næst :).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi