.::Ferer þeg en meg::..
Þetta er náttúrulega alltaf það sama hjá mér, sund í dag og 800m lágu í valnum.
Þetta er allt að koma hjá mér og styttist í km, en ætli maður taki ekki helgarfrí í sundæfingunum ;).
Í gærkvöldi fór ég að hjálpa Rúnari vini mínum að skrúfa dekk fyrir hjólið hans, það er smá tilraun í gangi með það en við smelltum í þetta borðaboltum, að vísu var framdekkið neglt með fólksbílanöglum en við bættum í það ca 50stk af borðaboltum svona til að gera þetta betra fyrir hjarnið.
Seinnipartinn í dag var svo drifið í generalprufu á fínu dekkjunum og byrjuðum við á því að fara á Hrísatjörnina sem er alveg rosalega góð til Ísaksturs núna, ekki var annað að sjá og heyra en að þessi nýsmíði virkaði bara fínt á ísnum.
Eftir dágóða stund við spól og skransæfingar á ísnum fórum við í fjallið á hjarnið, því miður virkuðu dekkin hjá Rúnari ekki eins vel á hjarninu og ég hafði vonað, en þó snarskánaði gripið hjá honum þegar búið var að hleypa vel úr afturdekkinu.

Í kvöld var svo X-faktor gláp hjá Ninnu og þar smakkaði ég alveg hrikalega góða kaloríubombu sem Soffía átti víst aðalheiðurinn af.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég fer nú að skammast mín hvað ég syndi lítið aldrei meira en 400 metra og oftast 300 eða 350, þú veist þá upp á þig skömmina ef ég drukna við að reina að synda 600.

Vinsælar færslur af þessu bloggi