Fyrsta skipstjóraplássið mitt á ekki ósvipuðu farartæki og baðkeri, ekki ómerkari farkostur en stóri járn þvottabalinn hennar Tótu Reynis.
Systir mín Telma hjálpaði mér af stað til hafs, þetta endaði að vísu með því að balinn valt og sökk undan mér í framhaldinu og ég endaði í sjónum.
Þarna átti í mesta basli við að ná landi enda ósyntur með öllu en náði að bjarga mér á hundasundi skelfingu lostin.
En er ekki einhverstaðar sagt að fall sé fararheill?

Fyrst maður er farin að rifja upp þau vandræði sem ég var einstaklega lagin að koma mér í sem barn þá má ekki sleppa því að segja því þegar ég lenti í djúpum skít, oft hef ég hugsað til þessa atburðar þegar fólk talar um að það sé í djúpum skít, auðvitað vita fæstir hvernig það er að vera staddur í þannig krísu og kannski er það best þannig ;).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi