..::Enn eitt sundmetið slegið::..
Í dag bætti ég sundafrekið síðan í gær og synti allavega 600m gæti hafa verið eitthvað meira en mér varð einhver fótaskortur á talningunni svo að ég missti líklegast úr einhverjar ferðir.
Á eftir svona afreki var alveg dillandi að láta líða úr sér í heita pottinum dálitla stund.
Í leiðinni heim náði ég mér svo í einn brúsa af eldsneyti á hjólið sem beið heima tilbúið til átaka við gaddfreðna harðfennisflákana í fjallinu.
Svo var bara að galla sig setja í gang og lulla af stað, núna fór ég aðeins lengri inn dalinn og snéri ekki við fyrr en að það var orðið illfært vegna lausa snjós sem lá ofan á hjarninu, ég var samt komin inn í botn á dalnum svo að það var ekki langt eftir inn á Reykjaheiðina, en hún verður að bíða betra færis.
Á bakaleiðinni tók ég nokkra útúrdúra og spretti fáknum upp brekkurnar eins og kjarkurinn leifði, annars eru vandræðin ekki að fara upp, NIÐUR er aftur á móti verra þar sem maður hefur ekki eins góða stjórn á hraðanum þá leiðina.

Eftir útreiðatúrinn lagðist ég svo í sjóðheitt bað og lét mér renna í brjóst og dró ýsur svolitla stund, já það eru ekki allir sem ná að draga ýsur í baðkerinu en ég er nokkuð fiskinn í baðinu þótt ég segi sjálfur frá, ætli það gangi ekki bara best hjá mér í baðinu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi