Færslur

Sýnir færslur frá desember 11, 2005
Mynd
..::Sambands hangikjöt::.. Það er ekki mikið að segja annað en að maður hefur það dillandi gott, frúin og grislingarnir voru búin að öllu nema skreyta jólatréð þegar ég mætti heim af sjónum, það er fastur liður að skreyta tréð á þorláksmessukvöld og það stendur ekki til að breyta þeim sið. Ég kom sem sagt heim af sjó í frið og ró eins og þeir syngja á Kleifaberginu. En það er ekki mikið að segja ég tjöruþvoði bílinn í gærmorgun en eftir tvær bæjarferðir í gær var hann aftur orðin eins og svínastía að utan :(, svo það liggur fyrir að þvo aftur ef maður hefur sig í það upp úr öllum rólegheitunum. Sambands hangikjöt! Hvað segir þetta ykkur? Hehe mér fannst þetta bara fyndið þegar ég fór að velta merkingunni fyrir mér. Annað var það ekki í dag ;);).
Mynd
..::Tveir túrar á Kolmunna::.. Jæja þá er maður komin heim í Jólafrí, en ég lenti austur á Eskifjörð og fór tvo túra á Jón Kjartansson á Kolmunnann, það var gaman að kynnast þessum veiðiskap og rifja upp kynnin við gömlu félagana fyrir austan. Fyrri túrinn gekk mjög vel og settum við í dolluna í fjórum holum 1525tonn eða rúmlega 380tonn í holi. Seinni túrinn var svo frekar lélegur og höfðum við ekki nema ca 6-700tonn. En þetta er gangur lífsins og það eru víst ekki alltaf Jólin þó þau séu á næsta leiti :). Við komum inn um hádegisbil í gær og notaði ég daginn til að heimsækja ættingjana áður en ég brunaði norður, stoppaði aðeins og fékk mér kaffisopa í Mývatnssveitinni hjá frænkum mínum. En brunaði svo áfram og var komin heim um ½ ellefu. That´s it for to now.