..::Sambands hangikjöt::..
Það er ekki mikið að segja annað en að maður hefur það dillandi gott, frúin og grislingarnir voru búin að öllu nema skreyta jólatréð þegar ég mætti heim af sjónum, það er fastur liður að skreyta tréð á þorláksmessukvöld og það stendur ekki til að breyta þeim sið. Ég kom sem sagt heim af sjó í frið og ró eins og þeir syngja á Kleifaberginu.
En það er ekki mikið að segja ég tjöruþvoði bílinn í gærmorgun en eftir tvær bæjarferðir í gær var hann aftur orðin eins og svínastía að utan :(, svo það liggur fyrir að þvo aftur ef maður hefur sig í það upp úr öllum rólegheitunum.

Sambands hangikjöt! Hvað segir þetta ykkur? Hehe mér fannst þetta bara fyndið þegar ég fór að velta merkingunni fyrir mér.

Annað var það ekki í dag ;);).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi