Færslur

Sýnir færslur frá janúar 22, 2006
..::Hættur á Snuddunni::.. Jæja þá er komið að smá blogg skvettu, við fórum vestur í Skagafjörð á mánudagskvöld og byrjuðum að basla á þriðjudaginn, það gekk svona upp og ofan þó aðallega ofan, samt voeu þær aðgerðir sem við gerðum á voðinni til bóta en duga samt skammt því að mínu mati er þessi drusla sem fylgdi bátnum ekki til neins annars brúkleg en að vera endsneyti á áramótabrennu. Á þriðjudeginum fékk ég svo starfstilboð sem ég gat ekki hafnað, ég ákvað að taka miðvikudaginn á snuddunni og hætta svo. Miðvikudagurinn var svo svipaður öðrum dögum hjá okkur, það gaf lítið ekki bara hjá okkur heldur heilt yfir. Um kvöldið mætti svo nýr maður í minn stað og loksins loksins var nýja snuddan mætt, verst að fá ekki tækifæri til að sjá hana blotna hehe, ég keyrði svo heim, þurfti að vísu að bíða í tvær og hálfa klst í Ólafsfirði vegna lokunar í göngunum, en ég á enn góða vini í Ólafsfirði svo maður nýtti tímann og heimsótti þá. Í dag brunaði ég svo og skilaði bílaleigubílnum og nuddaði s
..::Slakur út á kantinn í dag en vesturför í uppsiglingu::.. Frekar rólegur dagur hjá mér, sem fór aðallega í ekki neitt. Færeyskur vinur minn hringdi í mig frá Noregi og var að leita sér að vinnslustjóra og netamanni, ég fór í það að finna eitthvað út úr því, en veit ekki hvort það skilaði honum árangri en vonandi varð eitthvað úr þessu. Varðandi snuddupunginn þá var gert við spilið í dag og hringdi skipperinn kaldsveittur í kvöld og boðaði brottför á miðnætti, nú skal gera aðra tilraun við Skagafjörðinn, vonandi tekur þessi Nornaflói betur á móti okkur en síðast ;). Læt þetta nægja í bili :). Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur í því sem þið eruð að bardúsa...........
..:: Sunnudagur til sælu::.. Sunnudagur til sælu, þannig leið sunnudagurinn hjá mér, eintóm sæla og aðallega morrað heimavið, við ætluðum að vísu á sleða í morgun en það var slegið af vegna veðurs. Kannski finnum við okkur tíma til þess seinna.