Færslur

Sýnir færslur frá janúar 14, 2007
Mynd
..::Heimsreisa::.. Seint í gærkvöldi skriðum við inn á leguna utan við Nouakchott og múruðum við fyrri fraktarann sem ætlar að taka úr okkur aflann, þetta var ósköp venjuleg aðgerð og gekk vel fyrir sig, upp úr miðnætti byrjuðu svo drengirnir okkar að hífa fyrstu heysin á milli. Unnið var við löndun í alla nótt en um tíu í morgun mætti svo annar fraktari og tókum við hann á stb síðuna og græjuðum okkur til að landa einnig í hann. Nú vorum við eins og Önd sem tekur ungana sína undir vængina, en þessar fraktdollur eru frekar ræfilslegar utan á okkur, ekkert ósvipaðar litlum ungum ;).. Sjóli var mættur í dag færandi hendi eins og vanalega og í þetta skipti færði hann okkur nýjan eftirlitsmann og jólagjafirnar fá kompaníinu, alltaf gaman að fá pakka og ekki var annað að sjá en að allir ljómuðu yfir gjöfunum sínum þótt stund sé síðan jólin hurfu á vit gleymskunnar, allavega hér um borð. En þótt Jólin séu búin þá erum við samt alltaf tilbúnir fyrir síðbúnar jólagjafir og höfnum engu :). Dag...
Mynd
..::Grashopper::.. Hæhæ, veit ekki hvort ég nokkuð að vera að fjölyrða um þessa flensu sem lagði mig flatan ekki einu sinni heldur tvisvar :(, já mér sló þokkalega niður og er ég rétt að rísa upp úr öskustónni núna. Það hefur svo sem ekki mikið gerst hjá mér annað en að ég hef legið í kojunni og engst sundur og saman eins og ormur á krók þangað til seinnipartinn í gær en þá fór að rofa aðeins til í þessu veikindastússi mínu. Dagurinn í dag hefur svo verið þokkalegur, að vísu hafa verið aðeins magaverkir enda hef ég ekki getað étið neitt í einhverja daga, en það er víst ekki litið á það sem neitt vandamál á tímum offitu. T.d þykir bara fínt í dag að fá ælupest hehe. Mynd dagsins er af Grashoppara (Engisprettu) sem heimsótti okkur áðan. Já ég hef ekki miklu við þetta að bæta núna, bara rétt að láta vita af mér. Vona svo heitt og innilega að þið lendið ekki í þessari flensuholskeflu sem yfir mig gekk.
Mynd
..::Á ég að speyta hanum?::.. Þar sem ég sveik ykkur á bloggi sökum sjúkleika í gær, þá reyni ég bara að gera betur í dag ;). Já dagurinn hjá mér byrjaði klukkan 0600 en þá var skipslæknirinn mættur með töfluskammtinn hitamælinn og þessa líka fínu sprautu. Fyrst tók ég töflurnar svo mældi karlinn mig, tek það fram að ég var ekki rassamældur :), en handakrikamæling leiddi í ljós að ég væri bara með 4kommur. Nú og svo sprautaði karl mig með einhverju vítamíni sem lífgað getur hest upp frá dauðum skildist mér. Ég kúrði svo langleiðina fram undir hádegi enda var ég alveg að sálast í höfðinu, einkennilegt hvað kemst mikið fyrir af verkjum í ekki stærri líkamsparti. Ég staulaðist svo upp í brú um hádegisbil og ætlaði að líta yfir stöðuna en sá að fyrst ég væri komin upp og gæti staðið í lappirnar þá gæti ég alveg eins staðið vaktina ;). Mig langar að deila með ykkur brandara sem Vægi vinur minn skipstjóri á Maí sagði mér í fyrradag, hann er auðvitað neðanbeltis eins og flestir þeir brandarar...
Mynd
..::Inflúensa::.. Ég verð nú ekki oft veikur, en þegar ég lendi í því þá kemur það með trukki og dýfu. Aðfaranótt gærdagsins var ég frekar slappur og svaf lítið, en staulaðist samt á vaktina og var eitthvað að þráast við fram eftir degi, læknirinn var búin að gefa mér einhverjar pillur svo ég hélt að mér væru allir vegir færir, en þetta versnaði og versnaði þangað til ég gafst upp og fór í koju, ég hélt hreint út sagt að það myndi eitthvað springa í hausnum á mér í gærkvöldi og það slokknaði á perunni, en sem betur fer þá hélt ég þetta út en ég man ekki eftir að hafa liðið aðrar eins kvalir, ég var komin í síðbrók og búin eins og ég væri að fara á jökul en samt hríðskalf ég eins og hrísla undir sænginni. Ég svaf lítið í nótt en var samt skárri í morgun, samt enn með dúndrandi hausverk en hitalaus svo að þetta er vonandi að koma :). Mynd Bloggsins er tekin í fyrradag, þarna vorum við að mæta Betu Maí og einhverjum rússa. Jamm og jæ þetta er það helsta sem af mér er að frétta.