
..::Heimsreisa::.. Seint í gærkvöldi skriðum við inn á leguna utan við Nouakchott og múruðum við fyrri fraktarann sem ætlar að taka úr okkur aflann, þetta var ósköp venjuleg aðgerð og gekk vel fyrir sig, upp úr miðnætti byrjuðu svo drengirnir okkar að hífa fyrstu heysin á milli. Unnið var við löndun í alla nótt en um tíu í morgun mætti svo annar fraktari og tókum við hann á stb síðuna og græjuðum okkur til að landa einnig í hann. Nú vorum við eins og Önd sem tekur ungana sína undir vængina, en þessar fraktdollur eru frekar ræfilslegar utan á okkur, ekkert ósvipaðar litlum ungum ;).. Sjóli var mættur í dag færandi hendi eins og vanalega og í þetta skipti færði hann okkur nýjan eftirlitsmann og jólagjafirnar fá kompaníinu, alltaf gaman að fá pakka og ekki var annað að sjá en að allir ljómuðu yfir gjöfunum sínum þótt stund sé síðan jólin hurfu á vit gleymskunnar, allavega hér um borð. En þótt Jólin séu búin þá erum við samt alltaf tilbúnir fyrir síðbúnar jólagjafir og höfnum engu :). Dag...