..::Inflúensa::..
Ég verð nú ekki oft veikur, en þegar ég lendi í því þá kemur það með trukki og dýfu.
Aðfaranótt gærdagsins var ég frekar slappur og svaf lítið, en staulaðist samt á vaktina og var eitthvað að þráast við fram eftir degi, læknirinn var búin að gefa mér einhverjar pillur svo ég hélt að mér væru allir vegir færir, en þetta versnaði og versnaði þangað til ég gafst upp og fór í koju, ég hélt hreint út sagt að það myndi eitthvað springa í hausnum á mér í gærkvöldi og það slokknaði á perunni, en sem betur fer þá hélt ég þetta út en ég man ekki eftir að hafa liðið aðrar eins kvalir, ég var komin í síðbrók og búin eins og ég væri að fara á jökul en samt hríðskalf ég eins og hrísla undir sænginni.
Ég svaf lítið í nótt en var samt skárri í morgun, samt enn með dúndrandi hausverk en hitalaus svo að þetta er vonandi að koma :).

Mynd Bloggsins er tekin í fyrradag, þarna vorum við að mæta Betu Maí og einhverjum rússa.

Jamm og jæ þetta er það helsta sem af mér er að frétta.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi