..::Heimsreisa::..
Seint í gærkvöldi skriðum við inn á leguna utan við Nouakchott og múruðum við fyrri fraktarann sem ætlar að taka úr okkur aflann, þetta var ósköp venjuleg aðgerð og gekk vel fyrir sig, upp úr miðnætti byrjuðu svo drengirnir okkar að hífa fyrstu heysin á milli.
Unnið var við löndun í alla nótt en um tíu í morgun mætti svo annar fraktari og tókum við hann á stb síðuna og græjuðum okkur til að landa einnig í hann.
Nú vorum við eins og Önd sem tekur ungana sína undir vængina, en þessar fraktdollur eru frekar ræfilslegar utan á okkur, ekkert ósvipaðar litlum ungum ;)..
Sjóli var mættur í dag færandi hendi eins og vanalega og í þetta skipti færði hann okkur nýjan eftirlitsmann og jólagjafirnar fá kompaníinu, alltaf gaman að fá pakka og ekki var annað að sjá en að allir ljómuðu yfir gjöfunum sínum þótt stund sé síðan jólin hurfu á vit gleymskunnar, allavega hér um borð.
En þótt Jólin séu búin þá erum við samt alltaf tilbúnir fyrir síðbúnar jólagjafir og höfnum engu :).
Dagurinn fór svo að venju í allskyns reddingar og pælingar en það er í mörg horn að líta á svona skipi og að mörgu þarf að hyggja, þetta er jú með íbúafjölda á við smáþorp heima á Íslandi og við þurfum að vera okkur sjálfir nógir í flestu.
En lífið er bara þannig að þegar maður heldur að allt sé komið á beinu brautina þá koma einhverjir hlykkir og maður má kallast góður að hanga á veginum ;).
Í kvöld gáfum við okkur tíma til að setjast niður í setustofunni og þenja græjurnar aðeins. Í boði Gumma voru tónleikarnir með Bubba 06 06 06, Máritaníu frumsýning sem okkur Íslendingunum var boðið á, hreint frábærir tónleikar.
Ótrúlegt að sjá Bubba karlinn hvað hann er sprækur enn og gaman að horfa á hann á sviðinu, ég get alveg hugsað mér fara á aðra sýningu.
Þar sem ég lá í sófanum og horfði á tónleikana varð mér hugsað til þess hvar ég er staddur í veröldinni og hversu víða ég er búin að koma við á síðustu 9 árum sem ég hef verið að vinna á þessum erlendu skipum, eitt árið náði ég t.d að fara tvær ferðir umhverfis hnöttinn, það má kannski kalla þetta ævintýramennsku en þetta er nú bara vinnan mín og einhverra hluta æxlaðist þetta svona, ég bara fylgdi með.
Þegar ég var gutti var stundum á sumrin í Sveit á Sellátrum út með Reyðarfirðinum, þar voru tveir bændur, annar þeirra Jón hafði ekki farið mikið um landið fyrir utan eina ferð sem hann hafði komist í norður á Dalvík með vörubíl að sækja hleðslusteina, ég held að þetta hafi verið keyrt í einni beit frem og til bage.
Þetta hefur örugglega ekki verið það sem við myndum líta á sem skemmtiferð en sennilega hefur þetta verið hans heimsreisa, hann fór aldrei neitt annað en naut þess að segja frá þessu ferðalagi sínu, ferðalagi sem kannski markaði dýpri spor í sál hans heldur en ferð mín um Panamaskurðinn. En svona er lífið afstætt, það sem einum finnst nauðaómerkilegt þykir öðrum jafnast á við heimsreisu, það þarf bara að líta á það með réttu hugarfari og þá geta hinir minnstu göngutúrar orðið að heimsreisum í hugarheimi okkar :):).
Mynd dagsins er af Jóla þegar hann kemur færandi hendi úr Sjóla, sveinki notar ekki hreindýrin núna heldur kom hann á uppblásnum hraðbát, en hann er rauður eins og nefið á Rúdolf....
Já þetta er það helsta sem mér lá á hjarta í kvöld.
Bið góðan Guð og alla hans englahjörð að passa ykkur fyrir mig.
Verið ekki feimin við að kvitta, mér þykir alltaf gaman að sjá spor í sandinum ;).
Seint í gærkvöldi skriðum við inn á leguna utan við Nouakchott og múruðum við fyrri fraktarann sem ætlar að taka úr okkur aflann, þetta var ósköp venjuleg aðgerð og gekk vel fyrir sig, upp úr miðnætti byrjuðu svo drengirnir okkar að hífa fyrstu heysin á milli.
Unnið var við löndun í alla nótt en um tíu í morgun mætti svo annar fraktari og tókum við hann á stb síðuna og græjuðum okkur til að landa einnig í hann.
Nú vorum við eins og Önd sem tekur ungana sína undir vængina, en þessar fraktdollur eru frekar ræfilslegar utan á okkur, ekkert ósvipaðar litlum ungum ;)..
Sjóli var mættur í dag færandi hendi eins og vanalega og í þetta skipti færði hann okkur nýjan eftirlitsmann og jólagjafirnar fá kompaníinu, alltaf gaman að fá pakka og ekki var annað að sjá en að allir ljómuðu yfir gjöfunum sínum þótt stund sé síðan jólin hurfu á vit gleymskunnar, allavega hér um borð.
En þótt Jólin séu búin þá erum við samt alltaf tilbúnir fyrir síðbúnar jólagjafir og höfnum engu :).
Dagurinn fór svo að venju í allskyns reddingar og pælingar en það er í mörg horn að líta á svona skipi og að mörgu þarf að hyggja, þetta er jú með íbúafjölda á við smáþorp heima á Íslandi og við þurfum að vera okkur sjálfir nógir í flestu.
En lífið er bara þannig að þegar maður heldur að allt sé komið á beinu brautina þá koma einhverjir hlykkir og maður má kallast góður að hanga á veginum ;).
Í kvöld gáfum við okkur tíma til að setjast niður í setustofunni og þenja græjurnar aðeins. Í boði Gumma voru tónleikarnir með Bubba 06 06 06, Máritaníu frumsýning sem okkur Íslendingunum var boðið á, hreint frábærir tónleikar.
Ótrúlegt að sjá Bubba karlinn hvað hann er sprækur enn og gaman að horfa á hann á sviðinu, ég get alveg hugsað mér fara á aðra sýningu.
Þar sem ég lá í sófanum og horfði á tónleikana varð mér hugsað til þess hvar ég er staddur í veröldinni og hversu víða ég er búin að koma við á síðustu 9 árum sem ég hef verið að vinna á þessum erlendu skipum, eitt árið náði ég t.d að fara tvær ferðir umhverfis hnöttinn, það má kannski kalla þetta ævintýramennsku en þetta er nú bara vinnan mín og einhverra hluta æxlaðist þetta svona, ég bara fylgdi með.
Þegar ég var gutti var stundum á sumrin í Sveit á Sellátrum út með Reyðarfirðinum, þar voru tveir bændur, annar þeirra Jón hafði ekki farið mikið um landið fyrir utan eina ferð sem hann hafði komist í norður á Dalvík með vörubíl að sækja hleðslusteina, ég held að þetta hafi verið keyrt í einni beit frem og til bage.
Þetta hefur örugglega ekki verið það sem við myndum líta á sem skemmtiferð en sennilega hefur þetta verið hans heimsreisa, hann fór aldrei neitt annað en naut þess að segja frá þessu ferðalagi sínu, ferðalagi sem kannski markaði dýpri spor í sál hans heldur en ferð mín um Panamaskurðinn. En svona er lífið afstætt, það sem einum finnst nauðaómerkilegt þykir öðrum jafnast á við heimsreisu, það þarf bara að líta á það með réttu hugarfari og þá geta hinir minnstu göngutúrar orðið að heimsreisum í hugarheimi okkar :):).
Mynd dagsins er af Jóla þegar hann kemur færandi hendi úr Sjóla, sveinki notar ekki hreindýrin núna heldur kom hann á uppblásnum hraðbát, en hann er rauður eins og nefið á Rúdolf....
Já þetta er það helsta sem mér lá á hjarta í kvöld.
Bið góðan Guð og alla hans englahjörð að passa ykkur fyrir mig.
Verið ekki feimin við að kvitta, mér þykir alltaf gaman að sjá spor í sandinum ;).
Ummæli