Færslur

Sýnir færslur frá júlí 27, 2003
..::Komið að því::.. Jæja þá er vist komið að lokum frísins hjá mér ;(, en í gær var ákveðið að ég flygi suður á laugardagsmorgun og út til Boston sama dag, þar þarf ég að gista eina nótt áður en ég flýg til Nýfundnalands. Við Guðný fórum inn á Akureyri í gær til að kaupa felligardínur í herbergið hjá Hjördísi, auðvitað í Rúmfó hvar annarstaðar? En það var ekki til rétta stærðin svo að það þurfti að snikka þær aðeins til með runnaklippunum og bakkasöginni áður en þetta passaði ;), af hverju ætli þessir byggingarmeistarar geti ekki haft gluggana eftir þessum stöðlum sem virðast vera í gardínum? Þetta þarf alltaf að sérsníða með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn ;), gott að vera ekki byggingarmeistari........ Í morgun var alveg hrikalega gott veður en sólarlaust svo að ég ákvað að skoða mig aðeins meira um á vélfáknum áður en ég reitti af honum númerið, og var stefnan sett inn í Hörgárdal og þaðan inn í Barkárdal, mig var búið að langa til að fara þetta lengi og lét ég verða af því í
..::Flækingur::.. Ekki hefur skriftarandinn svifið yfir mér undanfarna daga svo að það hefur verið hálfgerð stillimynd á blogginu ;). Á föstudagskvöld skruppum við aðeins út og enduðum á Fjarkanum, þar voru mjög fáir, og virðist barmenning Dalvíkinga vera í lægð ;(. Hvað um það laugardaginn tók ég rólega, Guðný skrapp með krakkana á Akureyri í góða veðrinu en ég morraði yfir imbanum og laugaði mig í sólinni úti á palli. Í gær ákvað ég svo að skreppa aðeins á vélhestinn í góða veðrinu, og byrjaði ferðin á því að ég hjólaði inn á Akureyri brunaði svo yfir Vaðlaheiðina og yfir í Vaglaskóg, þar innbyrti ég eina pylsu og kókómjólk, svo hjólaði ég inn allan Fnjóskadal og yfir einhverja heiði og yfir í Bárðardal þá var vélhesturinn orðin svo þyrstur að ég hjólaði út á fosshól og brynnti honum þar á bensínsjoppunni ,), þaðan hjólaði ég út í Dalsminni og yfir gömlu brúnna og eftir einhverjum slóðum fyrir ofan skóginn sem þar er og endaði inni við Víkurskarð, ég brunaði svo inn að Vaðlaheið