..::Komið að því::..
Jæja þá er vist komið að lokum frísins hjá mér ;(, en í gær var ákveðið að ég flygi suður á laugardagsmorgun og út til Boston sama dag, þar þarf ég að gista eina nótt áður en ég flýg til Nýfundnalands.
Við Guðný fórum inn á Akureyri í gær til að kaupa felligardínur í herbergið hjá Hjördísi, auðvitað í Rúmfó hvar annarstaðar? En það var ekki til rétta stærðin svo að það þurfti að snikka þær aðeins til með runnaklippunum og bakkasöginni áður en þetta passaði ;), af hverju ætli þessir byggingarmeistarar geti ekki haft gluggana eftir þessum stöðlum sem virðast vera í gardínum? Þetta þarf alltaf að sérsníða með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn ;), gott að vera ekki byggingarmeistari........
Í morgun var alveg hrikalega gott veður en sólarlaust svo að ég ákvað að skoða mig aðeins meira um á vélfáknum áður en ég reitti af honum númerið, og var stefnan sett inn í Hörgárdal og þaðan inn í Barkárdal, mig var búið að langa til að fara þetta lengi og lét ég verða af því í morgun.
Þetta var skemmtilegur rúntur en ég var fyrir vonbrigðum yfir því hvað vegslóðinn fram að skálanum í Barkárdal var stuttur, en þetta vígi er fallið og þetta var falleg leið.
Það voru Smyrlar með unga þarna og gargaði öll fjölskyldan eins og henni væri borgað fyrir á meðan ég stoppaði ;). Eftir Barkárdalinn renndi ég fram allan Hörgárdalinn svona áður en ég snéri heim, þar sá ég einn Smyrilinn enn ;), en flottast fannst mér að sjá fjallastrýturnar bakdyramegin, þessar sem eru á fjallgarðinum milli Öxna og Hörgárdals, að vísu eru þær miklu tilkomumeiri Öxnadalsmegin en þetta var nýtt sjónarhorn ;).
Ég mallaði svo heim á leið og var komin út á Dalvík um eittleitið í dag.
Við Guðný fórum svo með Einar Má og Hilmar sveitarúnt inn allan Svarfaðadal og enduðum við inni við Kot þar sem við borðuðum nestið.
Á eftir náði ég að handsama lamb og fannst félögunum frábært að fá að klappa því, en ég helda að þetta hafi verið heimalingur af næsta bæ svo að það var ekki erfitt að ná honum og ekki var hann ýkja hræddur.
Þegar heim kom fór ég smá rúnt með Einar Hilmar og Bjarka á hjólinu, einhverju sem ég var búin að lofa fyrir löngu, en aldrei komið í verk.
Kalli Brynja og Bjarki voru svo í mat hjá okkur í kvöld.....
Eftir matinn þvoði ég svo hjólið skrúfaði númerið af og kom því fyrir í vetrarstellingunni, eitthvað verður svo að ditta að gripnum í vetur eftir sumarreiðina ;).
Í fyrramálið er svo stefnan sett á Akureyri þar sem reina á að koma bleiku gostöppunum sem Einar er búin að safna í allt sumar í verð, líklega veitir ekki af einhverjum heillaóskum fyrir þann gjörning ef mér skjátlast ekki.
Nú og svo þarf að skila númerinu inn ;(......

Ég læt þetta nægja í dag.............

PS. Hef alveg gleymt að minnast á að ég sá Branduglu í næstsíðasta reiðtúrnum á vélhestinum, annað Branduglukvikindið sem ég sé í sumar........

Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð að basla, brosið og sjáið spaugilegu hliðarnar á umhverfinu, þar er af nógu að taka.

<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi