Færslur

Sýnir færslur frá október 10, 2004
..::Styttist í brottför::.. Jæja þá dregur loks til tíðinda hjá mér, það er ekki enn búið að breyta fluginu mínu á morgun svo að ég geri ráð fyrir því að ég troðist inn í flyggvarann í fyrramálið og fljúgi suður á bóginn eins og farfuglarnir sem nú eru að yfirgefa mörlandann. Dagurinn hefur verið eins og flestir aðrir dagar, ég lallaði til Gumma í morgun og flutti öll gömlu plottergögnin af floppy diskettunum yfir á cd, þetta var orðið á 60diskum þ.e.a.s fyrir Turbo, það þurfti að vingsa út það sem var eins og henda öðru, þetta tók minni tíma en ég átti von á en Kalla litla fannst þetta taka mun meiri tíma en mér ;), hann beið eftir tölvunni og spurði oft hvort ég væri ekki að verða búin :). Þar sem ekkert floppy drif var í okkar tölvu þá þurfti ég að leita á náðir þeirra feðga með afnot af tölvu til þess að þessi flutningur yrði framkvæmanlegur. Jú ég lét skipta um olíu á bílnum smyrja allt og yfirfara, en það hafði dregist aðeins fram yfir ráðlagða vegalengd milli olíuskipta. ...
..::Grunnlaun my ass::.. Og enn fæ ég smá aukatíma heima, en nú er búið að fresta fluginu mínu enn og aftur, það er miðvikudagsmorgun sem er á flugplani mínu þennan daginn ;). Ekki get ég nú sagt að ég hafi tárast yfir því að fá einn dag í viðbót heima, en ég er samt komin það langt í ferlinu að ég er byrjaður að moka dótinu mínu í sjópokann. Nú þarf maður að hafa sína eigin sæng og rúmföt, en það var allt skaffað á þeim útlendu skipum sem ég hef róið á undanfarin ár, sem var náttúrulega helv.... gott. Maður þurfti ekki að vera að brasast með sæng kodda og rúmföt á milli alla tíð, en á móti kom að þetta voru oft ekki beysið sem maður hafði í bælinu. Nú hefur maður aftur á móti allt í hendi sér en þarf að leggja út fyrir því sjálfur, já það er stundum talað um að Íslenskir sjómenn séu ofaldir á launum og fl, en í samanburðurinn við aðrar þjóðir er oft á tíðum ekki Íslenskum sjómönnum í vil, t.d. er yfirleitt skaffaður allur rúmfatnaður sængur og koddar ásamt gúmmígöllum stígvélum...
Mynd
..::Hvalreki fyrir skemmtilegurnar::.. Rakst inn á þessa síðu og fannst að ég yrði að deila henni með ykkur :), hvalreki fyrir alla alvöru húmorista. Klikkið á myndina og skemmtið ykkur!.
Mynd
..::Okkur er ekki lengur treyst fyrir eldamennsku hehe::.. Byrjaði laugardaginn á heilun í Bjarmanum, á eftir settist ég niður og sötraði kaffi með fólkinu tók þátt í spjallinu, það er ótrúlega gott að koma þarna í þetta gamla vinalega hús og fá að vera innan um allt þetta góða fólk sem þangað kemur, laugardagarnir eru ekki samir ef ég kemst ekki í Bjarmann svo einfalt er það nú bara ;). Svo var vinkona Guðnýar með einhverja snyrtivörukynningu, ég spennti á mig allan gallann rúllaði hjólinu í gang og fékk mér rúnt. Nonni var nýbúin að fá mótorinn í sitt hjól og renndi ég til hans og dró hann úr bælinu út að hjóla. Við fórum fram allan Svarfaðadal og svo inn Skíðadal fram að Kóngstöðum, þar var orðin svolítill snjór á veginum og hált svo við snérum við. Á bakaleiðinni spýttist aftari hlutinn af hljóðkútnum á hjólinu hans Nonna af, þessu fylgdi svo drjúgur skammtur af steinull sem hjólið hrækti úr sér, ég var á eftir og tíndu upp leifarnar af kútnum og svo bundum við þetta á hjólið,...