Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 10, 2003
..::Slepja::.. Vorum í gullrækjunni í nótt og slapp það fyrir horn, en það lagaðist lítið þegar dagaði og þurfti ég að hífa ertir 5:20min en þá náðum við ekki lengur að skvera drusluna fyrir slepjuánetjun, aflinn var líka í minnsta lagi og var stefnan sett grynnra og kastað fyrir ofan slepjudrulluna, oj barasta ;)........... Mínar fréttir af veiðum á bleyðunni eru slæmar og virðist vera einhver veiðidoði yfir þessu öllu saman, en vonandi lagast það fljótlega. Ég ákvað að taka til í brúnni og fór í að fjarlægja ónýt tæki, miðunarstöð og gamlan furuno plotter, seinniparturinn fór svo í að skoða innviði þessara tækja og spaðaði ég þetta alveg í frumeindir áður en ég kom þessu í endurvinnsluna ;). Hannes er búin að vera á fullu við að græja eitthvað rafmagnsdót og svo er hann að undirbúa uppsetninguna á gestastólnum í brúnna, en nú hefur gamli skipstjórastóllinn fengið það hlutverk að halda við sitjandann á þeim gestum sem koma í brúnna. Það eina sem upp á vantaði var fóturinn undir g
..::Dýpið::.. Þar sem að blessuð smárækjan er illseljanleg ákváðum við félagarnir að reina fyrir okkur á dýpra vatni í nótt og dag. Annar ljósmótorinn tók einhverja sótt síðastliðna nótt svo að það þurfti að draga fram á morgun áður en hægt var að kanna árangur næturrannsóknanna, ekki hefði nú þurft að vera með neinn asa því að eftirtekjan var 500kg. Ekki var nein uppgjöf sýnileg og gusuðum við okkur enn dýpra og drógum sex klukkustundir, eftirtekjan var rýr í kílógrömmum en rækjan var af rétti stærð. Já þetta er vandratað, ef magnið er þolanlegt þá er það bara hnerriduft sem upp kemur, en ef stærðin er í lagi þá er magnið ekkert , og ofan á þetta allt bætist svo bullandi skelveiki ;( æ æ ó ó!. En það þýðir ekkert að vera með neitt væl yfir þessu og maður verður að reina að taka þessu mannalega og míga standandi ;). Fraktskipin hafa brunað hérna fram hjá okkur í dag og það væri lygi ef ekki hefði komið upp í huga manns að það hafi verið bölvuð vitleysa að taka ekki farmanninn á s
..::Rifið::. Lítið í nótt og rifið í dag, þetta er uppskriftin að þessum drottinsdegi og hún hljómar ekki mjög gómsæt ;(, en það tók ekki langan tíma að ljúga þetta saman og vonandi heldur þetta þangað til það fer ;). Svo rifnaði druslan enn meira þegar verið var að hífa hana klára til köstunar eftir viðgerðina fínu, já það er sjaldnast ein báran stök í þessu basli. En einhvernvegin lufsast þetta áfram á lyginni hjá okkur ;). Ekki fréttir maður nokkurn skapaðan hlut af klakanum útvarpið næst svo illa að það gengur á með éljum og áhlaupum þessar fáu mínútur sem sent er út á stuttbylgjunni, ekki hjálpar það okkur í fréttaröflunninni að loftnetið sem bera á boðskapinn í viðtækið hefur nú fengið syndaaflausn og dánarvottorð. Sem sagt okkar ástkæri rafeindarvirki og altmuligman hefur fellt dauðadóm yfir þessu loftneti, og í framhaldi af dómnum var lögð inn pöntun á nýju loftneti, nú verður svo bara að leggjast á bæn um að pöntunin skili sér til nufy áður en við tökum land þar næst. En
..::Smulla::.. Ætli maður verði ekki að klóra niður eitthvað um atburði dagsins ;), það er búið að vera algjör smulla hjá okkur í dag og sólin hefur bakað niður. Veiðin hefur verið svona la la, en svo virðist sem að seinna dagholið ætli að svíkja okkur og gefa okkur langt nef ,(. Palli er búin að vera sveittur í eldhúsinu með Georgíumanninum og göldruðu þeir fram í sameiningu djúpsteikta ýsu súrsæta sósu og franskar, það smakkaðist fínt hjá þeim félögum............................. Ekki slapp ég nú samt ekki við svínasneiðina og linnti kokkurinn ekki látum fyrr en ég fór með eina sneið. Hann var meira segja hissa á því að ég skildi ætla að borða fisk. Ef það er eitthvað til í því sem sagt er að maður sé það sem maður étur þá styttist í að ég verði svín, kannski finnst einhverjum að ég hafi alltaf verið svín ;). Annars er allt við það sama hérna hjá okkur “sofa éta vinna” sama rútan dag eftir dag með smá surprice uppákomum frá skútunni. Þar sem ég er að verða uppiskroppa með b
..::Foggy::.. Það liggur þoka yfir þúfunni í dag og hálfgerð værð yfir öllu, veiðin er róleg hjá okkur og lítið að frétta af öðrum skipum. En það þíðir sjálfsag lítið að leggjast í barlóm og sjálfsvorkun það hefur engum hjálpað hingað til ;). Svo að við brosum framan í heiminn og bíðum eftir að fá hið sama til baka frá honum. Þetta er nú það helsta sem ég hef til málana að leggja í dag, ekki mikið en viðleitni samt. Hér er svo einn fyrir brosvöðvana: Bóndinn við konu sina:-Mikil skelfing er að sjá þig manneskja. Þú ert öll a þvervegin. Þú minnir mig a Rúllubaggavél. Um kvöldið þegar tau eru háttuð vill bóndi lata vel að konu sinni en hún bregst hin versta við. -Hvað er nú að þér? Ertu dauð úr öllum æðum manneskja? Konan:-Nei nei. Mér finnst bara ekki taka því að starta heilli Rúllubaggavél fyrir eitt STRÁ.... Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur og passa ykkur fyrir öllu vondu og ljótu. <°((()>< Hörður ><()))°>
..::Sixty five::.. Það markverðasta við þennan drottins dag er að í dag er pabbi sextíu og fimm ára og óska ég honum hér með til lukku með daginn. En svo við snúum okkur nú að alvörunni þá held ég að ég geti staðfest að dagurinn í dag er ekki fiskidagurinn mikli, og verð ég að bregða fyrir mig færeyskunni til að lýsa ástandinu “eyngull í reif”. En veðrið er gott og við höfum nóg að bíta og brenna. Vélstjórunum berast sífellt fleiri og fleiri þrautir til úrlausnar og sýnist mér að það sé aðal hamingjuefni skútunnar ef hún getur haldið þeim kófsveittum og örvæntingarfullum ;), smekklegt innræti það, en við erum víst misjafnlega innréttuð. Sólin hefur bakað niður í allan dag og áhöfnin hefur þurft að hlaupa um í logninu til að ná nógu súrefni úr andrúmsloftinu, já þetta er þriðji góðviðrisdagurinn sem heiðrar okkur með nærveru sinni í röð. Nú er ég uppiskroppa með enskunámsefni svo að ég smelli inn nokkrum vögguvísum í staðinn ,).............. Fljóð er vissu komu karls kvað við
..::Djísus kræst::.. Þokkaleg veiði hjá okkur í gær. Veiðivíman entist samt ekki lengi því að skútan tók bilunarsóttina í gærkvöldi og fór þá spilkerfið að leka lífsvökva sínum, var allt gert sem í vélstjóranna valdi var hægt til að stöðva blæðinguna en það gekk hægt. Á endanum hafði öll nóttin og morguninn farið í bras við að skítmixa þetta saman, og þá var loksins hægt að kasta druslunni ;). Eitthvað er nú rólegra yfir veiðinni í dag og skipaflotinn sem hér var í gær er nú dreifður um allan sjó í leit að rækjutussunni “ÚBBS!” þetta var kannski óviðeigandi. En það er ekki allt alslæmt því að veðrið í gær og dag hefur verið frábært og slær það aðeins á vonbrigðin yfir þessum eilífu bilunum. Djísus kræst ég er ekki enn búin að ná mér yfir fínu sænginni minni sem ég hafði svo mikið fyrir að velja í Reykjavík síðastliðin vetur, hún var búin að veita mér yl og hlýju á köldustu dögum vetrarins, og oft var það eina sem maður beið eftir að komast undir sæng eftir eitthvert brasævintýrið