..::Smulla::..
Ætli maður verði ekki að klóra niður eitthvað um atburði dagsins ;), það er búið að vera algjör smulla hjá okkur í dag og sólin hefur bakað niður.
Veiðin hefur verið svona la la, en svo virðist sem að seinna dagholið ætli að svíkja okkur og gefa okkur langt nef ,(.
Palli er búin að vera sveittur í eldhúsinu með Georgíumanninum og göldruðu þeir fram í sameiningu djúpsteikta ýsu súrsæta sósu og franskar, það smakkaðist fínt hjá þeim félögum.............................
Ekki slapp ég nú samt ekki við svínasneiðina og linnti kokkurinn ekki látum fyrr en ég fór með eina sneið. Hann var meira segja hissa á því að ég skildi ætla að borða fisk.
Ef það er eitthvað til í því sem sagt er að maður sé það sem maður étur þá styttist í að ég verði svín, kannski finnst einhverjum að ég hafi alltaf verið svín ;).
Annars er allt við það sama hérna hjá okkur “sofa éta vinna” sama rútan dag eftir dag með smá surprice uppákomum frá skútunni.
Þar sem ég er að verða uppiskroppa með brandara þá fellur sá liður út í dag ;(.
Í endann ætla ég svo að biðja guð og gæfuna að fylgja ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi