..::Foggy::..
Það liggur þoka yfir þúfunni í dag og hálfgerð værð yfir öllu, veiðin er róleg hjá okkur og lítið að frétta af öðrum skipum.
En það þíðir sjálfsag lítið að leggjast í barlóm og sjálfsvorkun það hefur engum hjálpað hingað til ;). Svo að við brosum framan í heiminn og bíðum eftir að fá hið sama til baka frá honum.
Þetta er nú það helsta sem ég hef til málana að leggja í dag, ekki mikið en viðleitni samt.
Hér er svo einn fyrir brosvöðvana:

Bóndinn við konu sina:-Mikil skelfing er að sjá þig manneskja.
Þú ert öll a þvervegin. Þú minnir mig a Rúllubaggavél.
Um kvöldið þegar tau eru háttuð vill bóndi lata vel að konu sinni
en hún bregst hin versta við.
-Hvað er nú að þér? Ertu dauð úr öllum æðum manneskja?
Konan:-Nei nei. Mér finnst bara ekki taka því að starta heilli Rúllubaggavél fyrir eitt STRÁ....

Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur og passa ykkur fyrir öllu vondu og ljótu.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi