Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 23, 2008
Mynd
..::Næturenduro::.. Í byrjun vikunnar fékk ég loksins sendinguna í hjólið sem ég var búin að bíða eftir síðan í Ágúst, en sú pöntun hafði farið eitthvað forgörðum hjá Íslenska umboðsaðilanum og þurfti ég því að hnykkja á pöntuninni þegar ég kom til landsins. Í pakkanum var ný HID (senon) ljóskúpa með tveim ljósum í 30W púnktljósi og 40W dreifiljósi, breytingarsett sem breytir kerfinu úr AC (riðstraum) yfir í DC (jafnstraum), það innihélt nýjan stator sem framleiðir mun meira rafmagn en forverinn og regulator til að vinna úr pakkanum. Ljósið sem upprunalega kom með hjólinu lýsti ákaflega illa og innihélt 35W glóðarperu, ljósmagnið frá því ljósi réðst mikið af snúningshraða mótorsins og var aldrei gott. Þetta á hvorki að vera flókið verk eða taka langan tíma að koma þessu fyrir, en ég var lengur að bisa við þetta en ég hafði gert ráð fyrir, en allt gott gerist hægt og á endanum kom ég þessu saman og sá ljósið :). En mikill vill meira og því fannst mér gráupplagt að setja aukarofa svo ég