Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 2, 2003
Þá er maður sestur í skriftapontuna eina ferðina enn :). Það ætlaði ekki af mér að ganga í gærkvöldi en flugið sem ég átti pantað kl 19:40 fór í loftið kl 21:45 svo að ég var ekki komin út á Dalvík fyrr en rúmlega ellefu arrg, en svona er þetta meðan engin samkeppi er þá virðast flugfelag.is komast upp með það sem þeim sýnist, “ VÐ BIÐJUM FARÞEGANNA AFSÖKUNNAR Á TÖFINNI ” that´s it og ekki einu sinni boðið upp á kaffi á vellinum. Já það er ekki hægt að segja annað en þetta hafi pirrað mig aðeins, og svo var sama fucking “skyjum ofar” blaðið í vélinni síðan um áramót. Ekki var nú allri Nexusverslunninni lokið í gær en þeir félagar voru mjög óánægðir með það sem ég keypti svo að ég mátti fara og skila því og fá annað :) en það var í góðu lagi, ég keypti helliströllið fyrir Einar en það er ótrúlega flott eins og flest þessi leikföng sem fást í Nexus. Og allt endaði í tómri hamingju ;). Læt þetta nægja um hörmungar gærdagsins. En það er fínt að vera komin heim :) og ekki er hægt að k
Þá er best að skrifta :). Í morgun var glærasvell yfir öllu hérna í bænum og ekki auðvelt að fóta sig á svellinu ;) en vinnudagurinn byrjaði á því að það mætti lítill pallbíll með efni (vinkla og rör) og var það í 6m lengjum, þetta brösuðum við við að hífa um borð og vorum búnir að koma þessu í dolluna um hálfellefu. Svo fór ég í að festa emil tölvuna svo að hún verði klár fyrir MarStarinn á mánudag. Autoið kom í dag og verður byrjað á því á fullum krafti á mánudagsmorgun ásamt því að byrjað verður að setja vinslulínuna niður á millidekkið. Það var seinkun á fluginu mínu svo að ég fer ekki í loftið fyrr en kl 2100 :(, en ég skrapp aðeins í nördaveslunina Nexus fyrir Einar og Hilmar og það var ævintýri út af fyrir sig, náttúrulega voru hvorki til Legolas eða Aragon svo að ég varð að þylja allt upp sem var til í búðinni fyrir þá :) en að lokum fundum við lendingu og keypt var Deluxe Horse & Rider Set fyrir þá félagana, Einar hringdi svo skelfingu lostin og hélt að ég hefði gert
Dagurinn í dag byrjaði ekki fyrr en kl níu hjá mér en þá draslaðist ég um borð og byrjaði að brasa, ég ákvað að fara í að færa tækjadótið í brúnni til að fá smá pláss fyrir nýja radarinn og autotroll skjáinn. En í þá aðgerð þurfti ég borvél, hana fann ég í drasli niður á verkstæði verulega illa á sig komna og þurfti hún aðeins á aðhlynningu minni að halda. En það er ótrúlegt hvað má gera með töng skrúfjárni og teipi, og þegar ég var búin að tengja lífæðina inn í græjuna setja kló á lausa endann og troða honum í innstungu þá malaði apperatið eins og köttur yfir fullum matardalli og mér ekkert að vanbúnaði að spæna göt á allt sem fyrir varð. Svo fór ég í að rífa allt ruslið niður og færa það, þessu fylgdu ótal kaplar og snúrur sem fyrst þurfti að aftengja, þessa spaghetti súpu varð ég að rekja í brúarkjallaranum og koma í hin og þessi göt á tækjunum aftur. En allt vill lagið hafa og eftir ca 60ferðir inn og út úr kjallaranum þá var allt komið upp og VIRKAÐI ;). Nýja MaxSea tölvan kom
Það er búið að vera algjört skítaveður hérna í allan dag, slydduhríð með tilheyrandi vindi. Við vorum að brasa í ýmsu og varð ég að slabbast tvær ferðir upp í Skútuvog eftir loftpressuolíu það hafðist rétt í seinna skiptið ;). Nonni setti höfuðmótorinn í gang í dag og mallaði mótorinn í 2klst og virtist við bestu heilsu. Leifi byrjaði að rífa niður gamla autoið og ég fór í að taka niður gömlu MaxSea tölvuna og stússa í því dóti. Auðvitað gleymdi ég að taka ferðatöskuna úr bílnum hjá Viðari og þarf að sækja hana upp í Grafarvog í kvöld ;(. Ég náði aðeins í Kidda frænda í dag en hann er loksins sloppinn í land. Læt staðar numið í bullinu í dag. ><((Hörður)°>
Það kyngdi niður snjó í alla nótt en veðrið var til friðs svo að þetta lá eins og teppi yfir öllu og engin ófærð í morgun. Ég skutlaði genginu í vinnu og skóla og laumaðist svo aðeins upp í rúm (zzzzz) og kúrði til hálfellefu þá fór ég að taka mig til fyrir suðurferðina. Sótti Guðnýu í vinnuna og Einar í skólann svo fórum við inneftir um hálfþrjú kom við hjá Hemma og skilaði honum disknum sem ég braut fyrir rúmu ári (betra er seint en aldrei). Hilmar og Einar komu með, þeir voru agalega lukkulegir með bogana sem ég bjó til úr gömlum loftlistum fyrir þá í gærkvöldi þeir virka víst eins og alvöru að þeirra sögn, ég vona bara að þeir skaði engan með þessum vopnum ;). Auðvitað mundi ég það þegar ég var komin í loftið að ég hafði gleymt kjúklingunum heima sem ég ætlaði að færa Hönnu Dóru og Gunna en þetta flokkast líklega undir Alsheimer light , er það ekki fullsnemmt ? Ég lenti svo í Reykjavík kl hálffjögur og mundi eftir að fara út úr vélinni ;). Viðar sótti mig á völlinn, fórum svo
Ekki leist mér á að við kæmumst á bílnum í morgun því að það voru bílar fastir í brimnesbrautinni, en svo opnaðist smá smuga og við stungum okkur í gegn. Ekki skil ég hvernig fólk nennir að vera á eindrifsbílum hérna í utanbænum ;(. Ég mokaði svo tröppurnar eftir að ég keyrði krökkunum í skólan og festist svo i tölvunni fram undir 11. Í hádeginu móaðist ég svo til að ná í Guðnýu og Einar, þá var búið að moka allan bæinn nema utanbæinn. Við Einar lærðum svo í sameiningu og fórum svo út, ég að moka og Einar að leika sér, ég afrekaði að moka bílaplanið (handmoka) í fyrsta skiptið svo að bíllinn komst inn fyrir kvöldið;). Á morgun fer ég svo suður en það styttist í því að ég fari aftur á hafið ;( en ég næ líklega næstu helgi heima. <°((Hörður))><
Það er búið að kyngja niður snjó i allan dag og komin hellings snjór, ég mokaði tröppurnar eftir hádegi en það sást ekki klukkutíma síðar. Svo bjargaði ég bílnum út úr skúrnum áður en hann varð innlyksa í skúrnum. Annars er búið að vera rólegt hjá okkur í dag, Hilmar og Einar fóru niður í Goðabraut í eftir hádegi og komu svo til baka allir klakabrynjaðir um sexleitið og urðum við að þíða þá upp í heitu baði eftir ferðalagið. Ég er búin að hakka í mig vöflur og kaffi í allan dag svo að ég er að springa, það er eins gott að grænfriðungarnir sjái mig ekki núna þeir væru vísir til með að reina að draga mig á flot. Læt þetta duga í dag. ><((Hörður))°>