Það er búið að kyngja niður snjó i allan dag og komin hellings snjór, ég mokaði tröppurnar eftir hádegi en það sást ekki klukkutíma síðar.
Svo bjargaði ég bílnum út úr skúrnum áður en hann varð innlyksa í skúrnum.
Annars er búið að vera rólegt hjá okkur í dag, Hilmar og Einar fóru niður í Goðabraut í eftir hádegi og komu svo til baka allir klakabrynjaðir um sexleitið og urðum við að þíða þá upp í heitu baði eftir ferðalagið.
Ég er búin að hakka í mig vöflur og kaffi í allan dag svo að ég er að springa, það er eins gott að grænfriðungarnir sjái mig ekki núna þeir væru vísir til með að reina að draga mig á flot.
Læt þetta duga í dag.
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi