Það er búið að vera algjört skítaveður hérna í allan dag, slydduhríð með tilheyrandi vindi. Við vorum að brasa í ýmsu og varð ég að slabbast tvær ferðir upp í Skútuvog eftir loftpressuolíu það hafðist rétt í seinna skiptið ;).
Nonni setti höfuðmótorinn í gang í dag og mallaði mótorinn í 2klst og virtist við bestu heilsu. Leifi byrjaði að rífa niður gamla autoið og ég fór í að taka niður gömlu MaxSea tölvuna og stússa í því dóti.
Auðvitað gleymdi ég að taka ferðatöskuna úr bílnum hjá Viðari og þarf að sækja hana upp í Grafarvog í kvöld ;(.
Ég náði aðeins í Kidda frænda í dag en hann er loksins sloppinn í land.
Læt staðar numið í bullinu í dag.
><((Hörður)°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi