Þá er best að skrifta :). Í morgun var glærasvell yfir öllu hérna í bænum og ekki auðvelt að fóta sig á svellinu ;) en vinnudagurinn byrjaði á því að það mætti lítill pallbíll með efni (vinkla og rör) og var það í 6m lengjum, þetta brösuðum við við að hífa um borð og vorum búnir að koma þessu í dolluna um hálfellefu.
Svo fór ég í að festa emil tölvuna svo að hún verði klár fyrir MarStarinn á mánudag.
Autoið kom í dag og verður byrjað á því á fullum krafti á mánudagsmorgun ásamt því að byrjað verður að setja vinslulínuna niður á millidekkið.
Það var seinkun á fluginu mínu svo að ég fer ekki í loftið fyrr en kl 2100 :(, en ég skrapp aðeins í nördaveslunina Nexus fyrir Einar og Hilmar og það var ævintýri út af fyrir sig, náttúrulega voru hvorki til Legolas eða Aragon svo að ég varð að þylja allt upp sem var til í búðinni fyrir þá :) en að lokum fundum við lendingu og keypt var Deluxe Horse & Rider Set fyrir þá félagana, Einar hringdi svo skelfingu lostin og hélt að ég hefði gert einhverja vitleysu og keypt brúðu sem er víst líka til í þessu Lord of the Rings leikföngum en sem betur fer var það nú ekki :).
Jæja það er best að fara að haska sér í sturtu og pakka druslunum saman fyrir ferðalagið. Læt þetta duga í dag..................................................
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi