..::Game over::..
Seinnipartur gærdagsins var annasamur hjá okkur Jóni, við tókum handsnúna spilið á léttbátskrananum og liðkuðum það allt upp og komum vírnum í réttan farveg.
Þegar birtu tók að þverra í gærkvöldi var trollið hífað inn það tæmt, því skotið aftur út og skolað og svo hífað inn í síðasta skipti í þessum túr.
Þegar þessu var lokið var stefnan sett á klakann og lullað af stað :).
Dagurinn í dag hefur farið í þrif þrif þrif og tiltektir, það er alveg ótrúlegt rusl og drasl sem safnast upp með tímanum í þessum dollum.
Það er búin að vera suðvestan golukaldi og sólin hefur bakað niður á okkur, og hún er viljug dollan og rennur ljúft áfram þótt lítið sé keyrt.
Það er létt yfir köllunum mínum enda eru margir þeirra búnir að vara allt of lengi að heiman og hlakkar mikið til að komast heim.
Þetta verður ekki lengra í dag.
Gangið á Guðsvegum................................................
Færslur
Sýnir færslur frá maí 16, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rólegt::..
Það er ró yfir okkur dollumönnum í dag, við dóluðum norður í vesturkantinn í nótt og erum búnir að draga norður í allan dag. Það var orðið full mikið af skipum suðurfrá og hætta á að dós eins og þessi lenti undir mergðinni ,) en eiginlega leist mér ekki á að það yrði neitt vit úr veiðinni þar í dag, og eftir fréttum frá mínum félögum virðist það hafa verið reyndin. Það er sumar á þúfunni í dag og sólin bakar niður, himininn er heiðskýr og maður á létt með að fylgjast með flugtraffíkinni frá Evrópu sem strikar heiðbláan himininn.
Það er orðið langt síðan ég hef splæst á ykkur brandara, en ég ætla að bæta ykkur það upp núna og henda einum inn: There was an American man that had an meeting in France. He met a woman and that night they had their own meeting. While they were where having sex, she was yelling, "TROU FAUX,TROU FAUX." He did not know what that meant, but assumed it to be some sort of praise. The next day, he went to play golf with the men he had th
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Berfættur í maraþoni::..
Þetta er nú meiri bardaginn hjá mér, mér finnst eins og að ég hafi verið sendur berfættur í maraþon. Möguleikarnir á að ná í endamark eru takmarkaðir, en það væri vissulega persónulegur sigur að ná í mark berfættur, toppsætunum gæti maður gleymt og sjálfsagt yrðu allir farnir og búið að rífa niður endamarkið áður en að maður kæmist þangað. Einhvernvegin þannig blasir þessi barningur við mér.
Europian fun show lá niðri í gærkvöldi, mér og embættismanni NAFO hér um borð til mikillar armæðu, en "shit happens!" eins og það er orðað á enskunni.
Það var dillandi fín veiði hjá skipunum hérna í gær, en þær pöddur voru greinilega ekki merktar okkur, ég hamaðist sem aldrei fyrr en ekkert gekk hjá okkur með brækurnar. Það var alls ekki nóg að vera klesstur ofan í þann sem fiskaði mest hér í gær og hringa sig ofan í þá bletti sem hann fékk mest upp úr, allt kom fyrir ekki. Og sama sagan er að gerast hjá okkur í dag, nema nú er enn meiri rækjuveisla hj
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ég veit að............::..
Europian fun show fór fram úr mínum villtustu væntingum í gærkvöldi, það verður nú bara að segjast að þetta er hin besta skemmtun að hlusta á þetta, þeir eru sumir svo stressaðir karlagreyin að þetta fer allt út um læri og maga hjá þeim þegar þeir eru að reina að koma frá sér dagskýrslunni, svo er enskukunnáttan ekki upp á marga fiska og mér finnst þáttarstjórnandinn vera einna verstur í þeim efnum. Ég veit að það er ljótt að vera að vera að gera grín að þessu, en það er ekki mikið um skemmtiefni hérna, þetta er eins og hvalreki á fjörur okkar fúlmennanna. Ég hlakka mikið til að hlusta á showið í kvöld en það er klukkan 20:30 UTC á 4146khz.
Ég er að vona að sumarið sé komið, það er brostin á þetta líka koppalognið hjá okkur ræflunum sem erum að skakast hérna. Ég ætla að vona að eitthvað af þessari blíðu og sumarveðri fylgi dollunni það sem eftir er af túrnum og alla leiðina heim til Íslands, það er nú allt og sumt sem við förum fram á :). Einhver smá
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tilkynningarskylda embættisins::..
Í gærkvöldi klukkan 20:25 UTC mætti háttsettur eftirlitsmaður NAFO stífgreiddur og strokin á stjórnpall og sagði, "can I Europian Union?" Og benti á talstöðina. Ég hélt það nú og stillti á þá tíðni sem kappinn bað um. Ég hélt að hann væri að fara að hlusta á einhverjar fréttir sem væru ómissandi. Klukkan 20:30 heyri ég að það er byrjað að tjúna og svo kemur rödd inn sem tilkynnir að þetta sé eitthvert show frá Evrópska eftirlitsskipinu og bullar eitthvað meira á engilsaxlensku, smá þögn og svo er kallað á fyrsta skipið, það svarar "Good evening sir, there is nothing to report bla bla bla", svo eru skipin kölluð upp koll af kolli. Ég sé að minn maður reigist eins og bílfjöður og hækkaði um 2sentimetra af spenningi, það eru kallaðir upp allir félagarnir en aldrei er dollan kölluð upp :(. Andvari er kallaður upp, en þá er okkar maður orðin svo spenntur að hann er hættur að greina hvað sagt er í stöðinni, hann þrífur upp tólið og
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þetta er nú meiri kæfan!::..
Það þarf ekki að orðlengja þetta neitt meira, þetta er orðið tóm kæfa. Ég verð að játa mig sigraðan í þessu veiðarfæri, því er nú ver og miður en ég fæ ekki nokkra glóru í þetta. Það er eins gott að það var ekki einhver öskrandi taugaveikisræfillinn sendur út með þetta á bakinu, ég er hræddur um að hann hefði snappað á því :). Ef það er einhver tilgangur með þessum þætti lífs míns þá væri gaman að vita hver hann væri, ég er eiginlega orðin alveg standandi bit á þessum brekkum. En tilgangurinn með þessu bulli hlýtur að koma í ljós með tíð og tíma :).
Sem sagt ég segi: Pass!
Það gildir samt ekkert annað en að reyna að kreista fram einhverja brosgrettu, og vona svo að það skili sér í einhverju formi til baka :), sjálfsagt gætu hlutirnir verið mun verri en þeir eru og maður ætti að skammast sín fyrir þennan væl.
Læt þetta nægja í dag.
Megi Guðs englar flögra skríkjandi yfir ykkur ;)........
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þoka::..
Skítakaldi í nótt og fram undir hádegi í dag en þá fór þetta að lagast, skipin eru dreifð út um allan hatt. Flestir eru hættir að draga á nóttunni svo að sá tími er oftar en ekki nýttur til að færa sig til og freista gæfunnar á nýjum stað daginn eftir.
Ég var að glugga í gamlar heimildir sem ég átti þar sem ég hafði skráð skipafjölda á hattinum, í maí 1998 voru hérna 37skip að hjakka með 56troll og mörg þessara skipa voru lítil aflaus og með lítil aum veiðarfæri, í maí 2004 eru hér 17skip með 28troll og fæst þessara trolla eru undir 4000möskvum að ummáli, það eru bara þrjú skip eftir af þessum litlu afllausu en þau voru níu 1998.
Núna seinnipartinn er komið þokkalegasta veður og útlit fyrir ágætisveður á morgun :), hvað vilja menn hafa það betra?.
Fleira verður það ekki í dag.
Gangið á Guðsvegum............................