..::Rólegt::..
Það er ró yfir okkur dollumönnum í dag, við dóluðum norður í vesturkantinn í nótt og erum búnir að draga norður í allan dag. Það var orðið full mikið af skipum suðurfrá og hætta á að dós eins og þessi lenti undir mergðinni ,) en eiginlega leist mér ekki á að það yrði neitt vit úr veiðinni þar í dag, og eftir fréttum frá mínum félögum virðist það hafa verið reyndin. Það er sumar á þúfunni í dag og sólin bakar niður, himininn er heiðskýr og maður á létt með að fylgjast með flugtraffíkinni frá Evrópu sem strikar heiðbláan himininn.

Það er orðið langt síðan ég hef splæst á ykkur brandara, en ég ætla að bæta ykkur það upp núna og henda einum inn: There was an American man that had an meeting in France. He met a woman and that night they had their own meeting. While they were where having sex, she was yelling, "TROU FAUX,TROU FAUX." He did not know what that meant, but assumed it to be some sort of praise. The next day, he went to play golf with the men he had the meeting with. One of them made a hole in one. He yelled, "TROU FAUX,TROU FAUX !" They looked at him and said, "what do you mean wrong hole?"

Látum þetta nægja í dag.
Bið guð og gæfuna að fylgja ykkur og vona að þið eigið góða helgi.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi