..::Berfættur í maraþoni::..
Þetta er nú meiri bardaginn hjá mér, mér finnst eins og að ég hafi verið sendur berfættur í maraþon. Möguleikarnir á að ná í endamark eru takmarkaðir, en það væri vissulega persónulegur sigur að ná í mark berfættur, toppsætunum gæti maður gleymt og sjálfsagt yrðu allir farnir og búið að rífa niður endamarkið áður en að maður kæmist þangað. Einhvernvegin þannig blasir þessi barningur við mér.

Europian fun show lá niðri í gærkvöldi, mér og embættismanni NAFO hér um borð til mikillar armæðu, en "shit happens!" eins og það er orðað á enskunni.

Það var dillandi fín veiði hjá skipunum hérna í gær, en þær pöddur voru greinilega ekki merktar okkur, ég hamaðist sem aldrei fyrr en ekkert gekk hjá okkur með brækurnar. Það var alls ekki nóg að vera klesstur ofan í þann sem fiskaði mest hér í gær og hringa sig ofan í þá bletti sem hann fékk mest upp úr, allt kom fyrir ekki. Og sama sagan er að gerast hjá okkur í dag, nema nú er enn meiri rækjuveisla hjá skipunum og ég sekk dýpra og dýpra ofan í skítinn :(:(.

Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri.
Vona að dagurinn hjá ykkur hafi verið betri en hjá mér..............................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi