..::Gummi eignast vin :)::.. Það þarf svo sem ekki að fjölyrða mikið um þennan daginn, bara rólegheitadagur hjá okkur, svona í anda leiksins gegn Spanjólunum hjá landsliðinu okkar í fótboltanum. Vírus er allur að koma til, hann eyddi megninu af deginum úti í glugga og svaf, rétt kom og fékk sér nýjan fisk og lagði sig svo aftur. En þegar kvölda fór hann svo á stjá og spígsporaði um allt og naut þess að láta klóra sér og hafa það notalegt, auðvitað er alltaf einhver sem nennir að klappa honum. Í kvöld skreið hann svo upp í stólinn til mín og steinsofnaði í fanginu á mér svo að þetta er allt að koma hjá greyinu. Reynir er byrjaður á flísalögninni og byrjuðu þeir á að æfa sig á klefanum fyrir eftirlitsmanninn, ég fór og kíkti á þetta í kvöld og þær koma rosalega vel út flísarnar, það verður agalegur munur þegar það verða komnar nýjar flísar á alla ganga í skipinu eins og stendur til með að gera, en við fengum bara 60m2 á Palmas núna því það var ekki meira til, vonandi kemur svo meira með
Færslur
Sýnir færslur frá janúar 28, 2007
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Maður er alltaf að græða::.. Við vorum mættir að tvöbaujunni í Nouadhibou í birtingu í morgun og fljótlega tíndust blámennirnir okkar úr stóra sandkassanum um borð. Við þurftum svo aðeins að stoppa við og laga smá sem ég þjösnaði í sundur á suðurleiðinni en svo var spýtt í og Warsilan sléttstaðin “fullt rör ;)” í burt frá stóra sandkassanum. Við byrjuðum svo að berjast í veiðunum um fimmleitið og hefur það verið í lagi. Þegar við vorum að bisa við að kasta trollinu kom að okkur Spænskur línubátur, hann hefur örugglega hellt niður kaffi í siglingarreglu bókina sína eða ælt yfir hana því hann virtist ekki kunna neinar siglingarreglur. Á tímabili leit út fyrir að hann myndi flækjast í veiðarfærinu hjá okkur, en í einhverri ótrúlegri heppni náði skrúfan hjá honum ekki ofan í trollið hjá okkur, hvernig það slapp veit ég ekki en það bara slapp, hans vegna var það ágætt því ég var ekki að reyna að veiða spænskan línubát og hafði engan tíma til að fara að standa í einhverju brasi með hann
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rescue 911::.. Það var ekki amalegt að komast af stað aftur og ég get ekki annað sagt en að öll áhöfnin hafi ljómað. Kisi kom um borð í gær og var hýstur í skipstjóraklefanum í gær og fyrstu nóttina honum þótti alls ekki slæmt að fá að kúra uppí hjá mér í nótt og varð ég ekki neitt var við hann fyrr en klukkan fimm í morgun þegar félaginn fór fram úr. Í morgun ákváðum við svo að byrja að venja kappann við og taka hann upp í brú en það verður hans heimavöllur í framtíðinni, það gekk ágætlega til að byrja með og ekki annað að sjá en hann kynni vel við sig í settinu en hann var samt smeykur við öll þessi framandi hljóð, svo fékk hann sér göngutúr sem varð í styttra lagi því hann fann eitthvað kaplagat og hvarf inn í innréttinguna. Við sáum í hann með því að lýsa þarna inn og vorum að spá í að sjá til hvort hann kæmi aftur út, en eftir hádegismatinn ákváðum við að opna inn í innréttinguna með því að fjarlægja tvær skúffur og freista þess að ná kauða, Reynir skreið svo inn en fann Kisa
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tú túúúú Tú túúúú::.. Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á.......................... Það gekk allt upp hjá okkur í dag og prufanir á Rafalanum voru í lagi samkvæmt sérfræðingum í rafmagnsfræðum. Klukkan 21:15 gusuðumst við af stað út úr höfninni á Las Palmas og héldum út á opið haf, svo var stefnan sett suður til Máritaníu og höfuðmótorinn var keyrður á fullu röri, þíðir ekkert minna enda allir komnir með upp í háls á þessari bilun og villtir í að komast aftur á veiðar og fá eitthvað í kassann. Kisi mætti til skips um miðjan dag og er núna niðri í klefa hjá mér, hann er ósköp óöruggur með sig svona fyrst en mér líst ágætlega á kauða, hann var bara nokkuð ánægður með upphituðu flísarnar á baðgólfinu hjá mér og fannst hreint ekkert að því að kúra þar :). Mynd dagsins er svo tekin í kvöld eftir brottför þar sem Íslendingarnir hvíla lúin bein eftir erfiða inniveru á Palmas. That´s it for to day. Vona að heilladísirnar vaki yfir okkur öllum.........
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kóngur vill sigla en byr mun ráða::.. Ekki sigldum við í dag en það er nokkuð mikil bjartsýni í okkur að það gæti gerst á morgun, nú er bara að krossa alla útlimi og vona það besta :). Það hefur verið ágætisveður hjá okkur í dag svo að mínir menn hafa verið á fullu í málningarvinnu og annarri útivinnu, alltaf af nógu af taka og nóg að gera, þetta er bara eins og með húskofana viðhald og betrumbætur eru “endless story”. Ég er búin að fara tvær ferðir með afganga handa bestu vinum mínum á bryggjunni, þeir eru alltaf jafn ánægðir að sjá mig og það vantar lítið upp á að þeir hristi af sér skottið þegar ég kem, það er svo gaman hjá tíkinni þegar ég kem að hún ræður sér ekki fyrir kæti og hoppar í hringi af fögnuði. Manni líður eins og frelsaranum sjálfum þegar hann mettaði allan lýðinn, ég veit svo sem ekki hvernig honum leið en geri mér í hugarlund að það hafi verið eitthvað svipuð tilfinning og þegar ég fer að gefa hundunum. Mikið langar mér til að taka hvolpinn um borð, en ég held sa
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Olíugusa::.. Það er svo sem ekki mikið að segja, rafalinn fór alla leið niður í mótorhús í dag og var komin á sinn stað í kvöld tengdur og fínn, þá á eftir að rétta hann af og sjóða plötuna í neðra millidekkið þar sem skrímslið for niður, ef vel gengur þá eygja menn von um að kannski hafist þetta annað kvöld. Í dag tókum við olíu þar sem að vonandi styttist í brottför, Spanjólarnir áttu að mæta klukkan eitt í þá afgreiðslu, en þeir komu ekki fyrr en þrjú og það tók þá þrjá tíma að tengja slöngutussurnar og byrja að dæla, en þetta er bara hraðinn á þessu hérna og það þíðir víst lítið að svekkja sig eitthvað á því, þetta bara er svona hérna. Janus kom til hafnar um miðjan dag og er að gera sig kláran í slipp. Svanur vélstjóri á Janusi kíkti á okkur í kvöld og endaði það með því að við fórum bæjarrölt þar sem við fjárfestum í nýjum símum Sharp GX29, kannski ekki það flottasta en ágætisgræjur til að láta stela af sér eða tína ;), svo ég þurfti líka að kaupa eitt stykki Ipod fyrir Valda
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vetur á Kanarí::.. Sunnudagur til sælu, ekki varð ég nú var við þá miklu sælu sem fylgir þessu spakmæli, hérna var skítaveður í allan dag, rok og rigning. Það var frekar rólegt í skipinu í dag, flestir voru í fríi en vélagengið var samt á fullu ásamt hóp af spanjólum, bilaði rafalinn fór upp og sá nýi mætti á bryggjuna og fór hann niður á neðra millidekk áður en kvöldaði, á morgun heldur hann vonandi áfram niður í vél ;). Matti vinur minn Skipper á Sjólanum kíkti aðeins á mig og fórum við aðeins í fartölvuna hans og betrumbættum hana aðeins, nú ætti hún að vera klár í heimsreisu ;). Kvöldinu eyddum við svo um borð, lágum í settinu og horfðum á vini, hvern þáttinn á fætur öðrum þangað til komin var tími á að koja sig aðeins. Mynd dagsins er tekin þegar sá bilaði var komin upp á bíl og sá nýi beið eftir flugferðinni um borð, eins og sjá má þá stytti upp seinnipartinn svona rétt á meðan þetta verk gekk yfir en svo byrjaði að rigna aftur. Þá verður þetta ekki lengra í dag, þetta var fr