
..::Gummi eignast vin :)::.. Það þarf svo sem ekki að fjölyrða mikið um þennan daginn, bara rólegheitadagur hjá okkur, svona í anda leiksins gegn Spanjólunum hjá landsliðinu okkar í fótboltanum. Vírus er allur að koma til, hann eyddi megninu af deginum úti í glugga og svaf, rétt kom og fékk sér nýjan fisk og lagði sig svo aftur. En þegar kvölda fór hann svo á stjá og spígsporaði um allt og naut þess að láta klóra sér og hafa það notalegt, auðvitað er alltaf einhver sem nennir að klappa honum. Í kvöld skreið hann svo upp í stólinn til mín og steinsofnaði í fanginu á mér svo að þetta er allt að koma hjá greyinu. Reynir er byrjaður á flísalögninni og byrjuðu þeir á að æfa sig á klefanum fyrir eftirlitsmanninn, ég fór og kíkti á þetta í kvöld og þær koma rosalega vel út flísarnar, það verður agalegur munur þegar það verða komnar nýjar flísar á alla ganga í skipinu eins og stendur til með að gera, en við fengum bara 60m2 á Palmas núna því það var ekki meira til, vonandi kemur svo meira með...