..::Maður er alltaf að græða::..
Við vorum mættir að tvöbaujunni í Nouadhibou í birtingu í morgun og fljótlega tíndust blámennirnir okkar úr stóra sandkassanum um borð.
Við þurftum svo aðeins að stoppa við og laga smá sem ég þjösnaði í sundur á suðurleiðinni en svo var spýtt í og Warsilan sléttstaðin “fullt rör ;)” í burt frá stóra sandkassanum.

Við byrjuðum svo að berjast í veiðunum um fimmleitið og hefur það verið í lagi.
Þegar við vorum að bisa við að kasta trollinu kom að okkur Spænskur línubátur, hann hefur örugglega hellt niður kaffi í siglingarreglu bókina sína eða ælt yfir hana því hann virtist ekki kunna neinar siglingarreglur. Á tímabili leit út fyrir að hann myndi flækjast í veiðarfærinu hjá okkur, en í einhverri ótrúlegri heppni náði skrúfan hjá honum ekki ofan í trollið hjá okkur, hvernig það slapp veit ég ekki en það bara slapp, hans vegna var það ágætt því ég var ekki að reyna að veiða spænskan línubát og hafði engan tíma til að fara að standa í einhverju brasi með hann fastan í trollinu, það er búið að vera nóg vesen samt.

Vírus fékk glænýja Sardínu í kvöldmat og var hinn ánægðasti með það, hann hefur verið nokkuð stilltur í dag, týndist bara einu sinni og var það vægt, rescue 900 en ég fann kauða inni í púlti undir víraflækju, hann vissi upp á sig skömmina og var fljótur að pilla sig út úr púltinu þegar ég náði í skottið á honum hehe.

Guðný hringdi í mig í dag og tilkynnti mér að ég hafi verið að vinna í happdrætti, það er ekki hægt að segja annað en að lukkan leiki við okkur.
Þessi vinningur dugar sennilega fyrir endurnýjun á miðanum en meira verður það varla, en ég spila þó frítt á meðan :):), það eru alltaf einhverjir ljósir punktar í öllu myrkrinu.

Mynd dagsins er tekin af Vírusi þar sem hann er komin á vakt í skipstjórastólinn, hann tekur sig bara ágætlega út finnst mér.

Og þar með er það komið í dag.
Bið og vona að sá sem öllu stjórnar reyni að líta fram hjá syndum okkar og verði sálum okkar náðugur....

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi