Færslur

Sýnir færslur frá apríl 22, 2007
Mynd
..::SeaCat::.. Í lönduninni núna síðast þá héldum við að kisi væri tíndur, hann fór út um morgunninn og var úti allan daginn, um kvöldið gerðum við Mörlandarnir allsherjarleit og skriðum á alla þá staði sem okkur datt í hug að hann hefði kannski troðið sér á en hvergi var Vírus. Rétt upp úr miðnætti skilaði svo félaginn sér, engin vissi hvar hann hafði verið og það var þangað til í morgun óráðin gáta. Þegar ég var búin að bjóða góðan daginn í morgun spurði ég stýrimennina hvar sá fjórfætti væri, þeir sögðu að hann væri uppi á brú og hefði líklegast verið það í lönduninni líka, ég átti nú bágt með að trúa því. Þangað upp er lóðréttur stigi og langt á milli þrepa. Jú hann fer þarna upp sögðu þeir og Alex lýsti því fyrir mér hvernig kisi hífði sig upp þrep fyrir þrep, ég átti enn bágt með að trúa þessu og sagði við stýrimennina að þeir væru að plata mig, þá segir Slava “no no this is right, this is SeaCat!!!!”. Ekki dugði þetta til þess að ég tæki trúna svo ég ákvað að fara upp á brú og s
Mynd
..::Enn ein löndunin í Nouakchott::.. Liggjum á ankeri á legunni í Nouakchott og löndum, við komum hingað seinnipartinn í gær og byrjuðum að kroppa upp úr dallinum fljótlega. Við Gummi skutluðumst á tuðrunni í land með vegabréfin okkar en við vorum að fá nýjar vísa áritanir í þau ;), svo brunuðum við um borð í Geysi og pikkuðum upp þrjá hermenn sem ætla að hafa eftirlit með lönduninni, þetta þarf allt að vera undir control hehe. Um hádegisbilið í dag mætti tankskip með svartolíu handa okkur, hann klárar væntanlega að pumpa sopanum yfir seint í kvöld. Í framhaldinu mætir Sjóli og afgreiðir okkur með smá sopa af gasolíu. Þegar búið verður að afgreiða fraktdósina þá kemur Orion með pakkningar og vistir, vonandi náum við að klára hann seinnipartinn í nótt og þá verður okkur ekkert að vanbúnaði að halda til veiða. Í dag notuðum við tækifærið og skruppum aðeins í heimsókn í Geysi og svo í Sjóla, við erum engu betri en flækingar fyrri tíma sem þvældust bæ af bæ, en það er nauðsynlegt að brjót