Færslur

Sýnir færslur frá desember 12, 2004
Búin að liggja heima í vellystingum alllengi og er algjörlega búin að tapa tímaskyninu, það er alls ekki með það á hreinu hvað gerðist á hvaða degi síðan ég bloggaði síðast :), enda kannski ástæðulaust að tíunda það niður í skítinn hehe. Það hefur svo sem ekki mikið gerst, kisi litli braggast vel er duglegur að borða og sefur mikið, hún hefur ekki neinn sérstakan svefnstað og kúrir bara hingað og þangað um húsið svo að oft hefur þurft að leita svolítið áður en hún kemur í leitirnar, í gær héldum við að hún hefði strokið úr vistinni og var ég komin út að leita, en þá fannst hún sofandi undir sjónvarpsskápnum :). Jobbi vinur minn er með bátkrílið fyrir mig núna og er veðrið búið að vera einstaklega leiðinlegt á þeim undanfarið og erfitt að stunda þetta á þessum litlu bátum, en nú hyllir undir að hann komi til lands og þá sé ég mína sæng útbreidda, reikna með að fljúga suður á morgun og út annaðkvöld ef veðrið verður til friðs.