Það fjölgaði um einn hjá okkur í gær, þegar þessi litli sæti kettlingur bættist við, hún heitir Snúlla og þið getið séð fleiri myndir af litla krílinu með því að klikka á myndina.
Færslur
Sýnir færslur frá desember 5, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
5 desember.
Guðný var að baka jólakökur þegar ég drattaðist fram úr í morgun svo að maður mætti beint í veisluna hehe, annars tók ég daginn með stóískri ró og lét ekkert setja mig úr þessu hæglætisjafnvægi sem mig einkenndi í dag..............
4 desember.
Byrjaði daginn í heilun í Bjarmanum en svo var það föndurdagurinn í skólanum, þar föndruðum við Guðný lítinn engil og tókst mér að klúðra á honum andlitinu, ekki einu sinni ekki tvisvar heldur þrisvar, og verður að segjast að enn ber þessi ræfilsengill þess merki að mér var falið að festa á hann andlit.
3 desember.
Var að stússa í bátnum í dag ásamt Snæbirni og vélstjóranum, höfuðlínustykkið mætti úr viðgerðinni og einnig var unnið í blökkinni.
Haddó sótti mig eftir hádegið og skutlaði mér í búð þar sem ég fjárfesti í flísasög, svo fengum við systkinin okkur að borða áður en ég fór aftur um borð.
Ómar Júlla kom svo um borð og skutlaði mér út á Reykjvíkurflugvöll, ég fer í fríið!!!
Fyrir norðan tók ég svo súbbann hans ka...