
..::Hver drekkur sjó??::.. Hann hefur marga fjöruna sopið!, þetta heyrir maður nokkuð oft í fjölmiðlum upp á síðkastið, eðlilega myndgerir maður það sem maður heyrir. Í mínu tilfelli tengdi ég þetta lífsreynslu eða einstakling með mikla reinslu, einhver sem er hokinn af reinslu eins og sagt er. En þar sem ég kunni ekki til hlítar skil á hugtaki þessu þá sá ég fyrir mér einhvern húkandi á hnjánum í fjöruborðinu drekkandi sjó, það er náttúrulega engin glóra í því. Allir vita að sjór er nánast ódrekkandi hehe ;). En við nánari eftirgrenslan í viskubrunn samferðamanna minna var ég leiddur í sannleikann, auðvitað er átt við lífsreyndan mann, það var rétt hjá mér. Þarna er vitnað í það þegar litlum árabátum var brimlent við misjafnar aðstæður, oft lentu þá skipverjar í sjónum og supu sjó í baráttunni við lífið sjálft. Sumir höfðu lent í þessu oft og víða, sem sagt marga fjöruna sopið :), ekki svo flókið þegar þetta er sett í rétt samhengi. En þetta vill nú oft fara út um læri og maga hvernig...