..::Hver drekkur sjó??::..
Hann hefur marga fjöruna sopið!, þetta heyrir maður nokkuð oft í fjölmiðlum upp á síðkastið, eðlilega myndgerir maður það sem maður heyrir.
Í mínu tilfelli tengdi ég þetta lífsreynslu eða einstakling með mikla reinslu, einhver sem er hokinn af reinslu eins og sagt er.
En þar sem ég kunni ekki til hlítar skil á hugtaki þessu þá sá ég fyrir mér einhvern húkandi á hnjánum í fjöruborðinu drekkandi sjó, það er náttúrulega engin glóra í því.
Allir vita að sjór er nánast ódrekkandi hehe ;).
En við nánari eftirgrenslan í viskubrunn samferðamanna minna var ég leiddur í sannleikann, auðvitað er átt við lífsreyndan mann, það var rétt hjá mér.
Þarna er vitnað í það þegar litlum árabátum var brimlent við misjafnar aðstæður, oft lentu þá skipverjar í sjónum og supu sjó í baráttunni við lífið sjálft.
Sumir höfðu lent í þessu oft og víða, sem sagt marga fjöruna sopið :), ekki svo flókið þegar þetta er sett í rétt samhengi.
En þetta vill nú oft fara út um læri og maga hvernig þessi hugtök eru notuð.
Eins og þegar talað er um að eitthvað sé glænýtt, glær er annað orð yfir sjó, glænýr fiskur er t.d nýdregin fiskur. Nú er talað um glænýa bíla, kaffikönnur og hver veit hvað, og fæstir hafa hugmynd um hvað þetta GLÆR merkir, segja bara í hugsunarleysi ég var að fá mér glænýjan ................. :). En nóg af þessu hugtaka bulli.

Héðan er svo sem ekki mikið að frétta annað en það að sauðalita plakatið var tekið niður í gær, ég var farinn að trúa því að það hefði miður æskileg áhrif á fiskiríið hjá okkur, og viti menn í framhaldinu hljóp á snærið hjá okkur, hefði betur tekið þetta fyrr niður, eða kannski aldrei átt að setja það upp ;).

Mynd dagsins er fundin á netinu: á henni er maður sem gæti t.d verið nýbúin að súpa þessa fjöru, eða nýkomin í land með glænýjan fisk ;).

Ég bið Guð og gæfuna um að vaka yfir ykkur um ókomna framtíð, munið eftir brosinu og gefið ykkur tíma til að sjá alla skondnu hlutina í kring um ykkur...............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi