..::Þorramatur::..
Frekar rólegur dagur á hafinu hjá okkur, en það sem lýsti upp annars daufdumbann dag var ísinn í hádeginu. Það er alltaf ís á sunnudögum, ekki það að ég hafi verið neitt sérstaklega hrifin af ís í gegn um tíðina en þetta er ágætis tilbreyting.
Gummi spretti úr spori á tuðrunni og náði í kortin í nýju afruglarana yfir í Kristínu og svo Alexander Simrad sérfræðing yfir í Heineste. Að venju var Gummi fljórur í förum og dró ekkert af sér í hraðakstrinum, sumir vilja meina að það sé óþarfa bruðl að vera með stiglausa inngjöf á mótornum, Gumma myndi alveg duga fullt og stopp.

Eins og flestir mörlandar eru uppvísir um hefur gengið yfir alda þorrablóta undanfarið og sitt sýnist hverjum um þau matföng sem þar eru fram borin, persónulega finnst mér þetta flest alveg ágætt, svona einu sinni á ári. Ég er ekki viss um að ég væri til í að éta þetta upp á hvern dag en auðvitað er það mín skoðun.
Sonur minn segir t.d að hann skylji ekki af hverju það þurfi alltaf að hampa þessu óæti þegar útlendingar koma að heimsækja Ísland, það er alltaf verið að reyna að troða í þetta fólk ónýtum mat sem enginn étur lengur segir hann, þetta svertir bara land og þjóð og fær fólk til að halda að fólk sé að éta þetta ógeð alla daga.
En hvað um það, á einu kompanýskipinu tóku strákarnir með sér hákarl og súra punga svona til að framlengja þorrann, auðvitað var Márunum boðið að smakka en þeir vildu ekki hákarlinn, full mikil lykt af amoníaki til þessa að þeir hefðu þor í að smakka, en einn lét vaða í pungana og þótt bara ekki slæmt, alveg þangað til honum var sagt hvað þetta var sem hann var að borða. Þegar hann áttaði sig að þetta voru súr kynfæri af Íslensku klaufdýri þá snérust innyflin í honum við, hann hljóp niður á vinnsludekk þambaði sjó og ældi svo eins og múkki, ég er hræddur um að hann leggi ekki í Íslenskan þorramat á næstunni.

Mynd dagsins var tekin.............., ekki fer frekari sögum af því hvar en einhver talaði um Örkina hans Nóa, ég veit ekki meir en þetta er krúttlegur Api;).

Læt þetta duga í dag.
Megi heilladísirnar vera ykkur innan handa í dag sem aðra daga..

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi