Færslur

Sýnir færslur frá október 16, 2005
Mynd
Mynd
..::Mér kemur ekkert í hug sem ætti heima hér::.. Hrikalega hefur maður verið eitthvað andlaus undanfarið, það er með herkjum að maður nær að klambra einhverri vitleysu á blað öðru hvoru :(. Það er búið að vera þíða alla vikuna og er megnið af snjónum á undanhaldi, allar götur færar og meira að segja hafa verið sumarframkvæmdir hérna í bænum, en það var verið að malbika á fullu niður við byggðarsafnið í vikunni, já alltaf verið að fíniséra :). Ég náði að hrista af mér mesta letislenið í gær og druslaðist í að þvo og bóna bílinn, þetta framkvæmdi ég inni í kjallara í hlýjunni og var langt fram á kvöld að nudda í þessu, bíllinn var bara nokkuð góður á eftir ;). Í dag reyndi ég líka að gera eitthvað af viti svo að ég fór í kjallarann og safnaði saman drasli sem átt frekar heima í gámunum en í kjallaranum, þar kenndi ýmissa grasa og þurfti ég tvær ferðir með góssið á haugana. Á morgun er svo stefnan sett á höfuðborgina en þar ætlum við að dvelja um helgina, ég verð eftir fyrir sunnan en þa
Mynd
..::Ég ætlaði ekki að gera þetta!::.. Nú er megnið af snjónum farið og þessi líka fína færðin í Dalvíkurbyggð ;). Við vorum með næturgest í nótt en Bjarki Fannar gisti hjá okkur síðustu nótt, þeir frændur snéru á mig og voru báðir sofnaðir í minni holu þegar ég ætlaði að skríða uppí, en það gerði ekki mikið til því að mér tókst að finna mér rúmstæði til að kúra í. Í morgun keyrði ég svo grislingunum í skólann, Guðnýu í vinnuna og brunaði svo inn á Akureyri í þessari líka frábæru haustblíðunni eins og þær verða bestar. Á Akureyri hitti ég aðeins Hemma netagerðarséní en eftir það kíkti ég í morgunkaffi í bakaríinu við brúna þar sem ég maulaði nýbakað sötraði kókómjólk og las nýprentað málgagn sjálfstæðismanna. Klukkan var ekki orðin ellefu þegar morgunkaffinu(drekkutímanum) lauk og enn drjúg klukkustund í að bleikaGrísnum(Bónus) þóknaðist að opna sig fyrir almenningi. Einhvernvegin varð ég að eyða tímanum svo að ég keyrði upp í Kjarnaskóg og labbaði þar einn hring í skóginum, einstakleg
..::Þar fann ég að það kom!!::.. Loksins skall hitabylgjan á okkur með öllum sínum þunga, það varð náttúrulega til þess að flestar götur í bænum urðu illfærar, en ekki var verið að puðra skattpeningunum í snjómokstur og hitinn látinn vinna á þessu í rólegheitunum. That´s it for to now........