
..::Heitt!!::.. Héðan er ekki mikið að frétta, gærdagurinn slapp fyrir horn og endaði ágætlega þótt á tímum liti út fyrir að þetta yrði einhver harmleikur. Það var dagur tvö í gær hjá drengjunum mínum í að koma nýjum netsonarkapli á kapalvinduna, það verk hefur tekið mun meiri tíma en okkur grunaði og því miður þá er því ekki lokið enn, en vonandi hefst það fyrir páska hehe. Seinnipart gærdagsins ákvað lágtíðniasdikið að hætta útsendingu í lit, og fyrir valinu varð mjög mjög daufur grár litur, þótt við félagarnir beittum okkur öllum þeim viljastyrk sem við bjuggum yfir þá var ekki nokkur leið að lesa nokkuð út úr því sem á skjáinn kom. Þetta var nú ekki það sem við þurftum, því var farið á fullt í að finna út hvað væri eiginlega að, ekki voru það afnotagjöldin því það var allt í lagi og reikningurinn löngu greiddur. Þá var ekkert annað eftir nema tæknihliðin, við félagarnir byrjuðum á að útiloka það sem okkar kunnátta bauð upp á, það var ekki stórt og fólst aðallega í endursetningu á a...