Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 17, 2008
Mynd
..::Heitt!!::.. Héðan er ekki mikið að frétta, gærdagurinn slapp fyrir horn og endaði ágætlega þótt á tímum liti út fyrir að þetta yrði einhver harmleikur. Það var dagur tvö í gær hjá drengjunum mínum í að koma nýjum netsonarkapli á kapalvinduna, það verk hefur tekið mun meiri tíma en okkur grunaði og því miður þá er því ekki lokið enn, en vonandi hefst það fyrir páska hehe. Seinnipart gærdagsins ákvað lágtíðniasdikið að hætta útsendingu í lit, og fyrir valinu varð mjög mjög daufur grár litur, þótt við félagarnir beittum okkur öllum þeim viljastyrk sem við bjuggum yfir þá var ekki nokkur leið að lesa nokkuð út úr því sem á skjáinn kom. Þetta var nú ekki það sem við þurftum, því var farið á fullt í að finna út hvað væri eiginlega að, ekki voru það afnotagjöldin því það var allt í lagi og reikningurinn löngu greiddur. Þá var ekkert annað eftir nema tæknihliðin, við félagarnir byrjuðum á að útiloka það sem okkar kunnátta bauð upp á, það var ekki stórt og fólst aðallega í endursetningu á a...
Mynd
..::Montana!::.. Gærdagurinn, ja hann var einn af þessum dögum sem sem betur fer er farinn og kemur aldrei aftur, það gekk allt á afturfótunum, tómt bras og vesen. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa gærdeginum, en mér dettur í hug tilsvör sem einn af hinum kynlegu útgerðarmönnum sem bögluðust við að gera út á Flæmska hattinn forðum fékk í andlitið. Drullukollan hans var nýkomin til hafnar í Argensia á Nýfundnalandi eftir vonlausan túr þar sem allt hafði farið úrskeiðis sem farið gat úrskeiðs. Útgerðarmaðurinn stóð sætmildur af öldrykkju á bryggjunni og sagði við stýrimanninn sem loksins hafði fast landur undir fótum eftir hreint ótrúlegan túr. Jæja Siggi minn hvernig var túrinn? Stýrimaðurinn sem var fyrrum togaraskipstjóri kjarnyrtur með afbrygðum og mikill fallbyssukjaftur svaraði um hæl. Sæmundur! þetta er það tímabil í lífi mínu sem ég helst vil gleima!. Svo mörg voru þau orð, stutt og laggott ;). En það var ekkert Montana hjá okkur í gær, Rússarnir nota þetta mikið til að...
Mynd
..::Sjaldnast launar kálfur ofeldið::.. Lítil dæmisaga: Ung dama sem ég þekki sótti um fjögurra klst frí hjá fyrirtæki sem hún vinnur hjá, hún þurfti að fá að hætta fyrr á föstudegi. Til að vera við öllu búin þá bað hún um þetta með löngum fyrirvara. Það var ekki til í dæminu að þetta væri hægt að hliðra til með þetta, hún fékk ekki þetta fjögurra klukkustunda frí. Djöfull fer í rassgatið á mér þegar stjórnendur fyrirtækja veruleikafyrrast svona í eigin loftköstulum. Ég sé nú ekki alveg skynsemina í þessu háttalagi því á endanum sitja þessir sömu stjórnendur uppi starfsfólkslausir, þá er orðið of seint að hugsa um hvað hefði betur mátt fara í stjórn. Þessi tiltekna dama hefur oft og iðurlega reddað þessum stjórnanda með því að vinna frameftir mætt á laugardögum o.s.f.v, en þegar dæmið snýst við og það kemur að því að liðka til fyrir henni þá situr allt fast. Sem betur fer eru þó enn til fyrirtæki af gamla skólanum þar sem mannlegi þátturinn hefur vinninginn, en þeim fer fækkandi því mi...