..::Montana!::..
Gærdagurinn, ja hann var einn af þessum dögum sem sem betur fer er farinn og kemur aldrei aftur, það gekk allt á afturfótunum, tómt bras og vesen.
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa gærdeginum, en mér dettur í hug tilsvör sem einn af hinum kynlegu útgerðarmönnum sem bögluðust við að gera út á Flæmska hattinn forðum fékk í andlitið.
Drullukollan hans var nýkomin til hafnar í Argensia á Nýfundnalandi eftir vonlausan túr þar sem allt hafði farið úrskeiðis sem farið gat úrskeiðs.
Útgerðarmaðurinn stóð sætmildur af öldrykkju á bryggjunni og sagði við stýrimanninn sem loksins hafði fast landur undir fótum eftir hreint ótrúlegan túr.
Jæja Siggi minn hvernig var túrinn? Stýrimaðurinn sem var fyrrum togaraskipstjóri kjarnyrtur með afbrygðum og mikill fallbyssukjaftur svaraði um hæl.
Sæmundur! þetta er það tímabil í lífi mínu sem ég helst vil gleima!.
Svo mörg voru þau orð, stutt og laggott ;).

En það var ekkert Montana hjá okkur í gær, Rússarnir nota þetta mikið til að leggja áherslu á eitthvað, this is Montana , það merkir að eitthvað sé jolly good.
Þegar ég fór að spyrja þá út í það hvað þetta Montana kjaftæði væri þá sagði stýrimaðurinn, það er löng saga að segja frá því!
En mér tókst samt að væla út úr honum söguna um Montana og þegar upp var staðið var hún ekki svo löng.
Á tímum Sovjet þá flokkuðust gallabuxur og tyggjó undir munaðarvörur, þetta voru vörur sem ekki fengust og kostuðu því hvítuna úr augunum á svörtum markaði í Sovjet.
Það voru ekki mörg tækifæri fyrir hinn almenna borgara að komast yfir slíka munaðarvöru, en þó sköpuðust einhver tækifæri t.d hjá sjómönnum sem silgdu til annarra landa.
Sovjet var með mikinn flota skipa sem sótti þjónustu og annað til Las Palmas á Gran Kanarí, þar ráku Rússar og Spánverjar verslun sem seldi umtalaðar munaðarvörur, í þeirri verslun fengust Montana gallabuxur sum ku hafa verið mörgum klössum ofar en önnur merki í þeim geira hvað gæði og endingu varðar.
Þarna skapaðist nafn sem menn tengja gjarnan við háklassa og gæði, ef eitthvað er alveg hrikalega gott þá er það Montana via Russki ;).

Læt þetta nægja í dag.
Vona að heilladísirnar finni leið til að koma á okkur öll hamingju og kærleiksryki.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já það hlytur að fara að birta yfir þessu,og vonandi verður það Montana. kær kveðja úr Kríulandinu

Vinsælar færslur af þessu bloggi