Færslur

Sýnir færslur frá janúar 1, 2006
..::Hjólið bilað::.. Gærdagurinn fór allur í að gera snuddupunginn kláran á veiðar, það var svona sitt lítið af hverju sem þurfti að lappa upp á en það hafðist allt og var að mestu leiti orðið klárt um sexleitið í gærkvöldi. Í dag eru svo bara rólegheit og ætlaði ég að nota tækifærið og hjóla aðeins á hjarninu enda virtist vera besta færið sem ég hef komist í, í vetur. En svo virðist sem ég sé ekki fæddur í paradís, þegar ég var búin að setja bensín á hjólið og fór að reyna að sparka í gang þá gaf sig eitthvað í gangsetningarbúnaðinum, það fór þó í gang en það skrallaði svo mikið í þessu dóti að ég þorði ekki að taka sénsinn á að keyra hjólið svona. Það er kannski ekki undarlegt að eitthvað gefi sig í þessum mótor því hann er komin til ára sinna ;), en mesta svekkelsið var náttúrulega að þetta skyldi gerast núna en svona er þetta víst alltaf. Ég þarf eitthvað að reyna að finna út úr þessu en mér sýnist að þetta kalli á eitthvað rifrildi og kannski þarf að rífa mótorinn úr og senda hann
Mynd
..::Snuddupungurinn mættur til Dalvíkur::... Jæja þá er maður komin heim eftir ferðalagið vestur í Ólafsvík, en við vorum mættir þangað um miðjan dag á þriðjudag og slepptum klukkan níu um kvöldið, þá var byrjað að pjakka af stað heim til Dalvíkur. Báturinn kom mér á óvart, hann var hreinn og fínn, og vel umgenginn, vissulega er þetta mun minna en það sem maður hefur verið að hossast á undanfarin ár og fann maður vel fyrir því á leiðinni, ég var hálfsjóveikur í þessu horni í mesta skakstrinum :):). En þessu fylgja líka kostir, og þær ættu varla að drepa mann útiverurnar því gert er ráð fyrir dagróðrum, út á morgnanna og heim á kvöldin :). Við komum til Dalvíkur klukkan 03 síðastliðna nótt og þá labbaði maður heim að sofa. Við byrjuðum svo að græja bátinn í morgunn, það var ýmislegt dót sem fylgdi með sem þurfti í land, t.d netaborð netaspil kör og fl, þetta vorum við að dudda við í dag ásamt því sem að við breiddum úr snuddunum og fórum yfir þær. Það fylgdu tvær snuddur með og ja þær m
Mynd
..::Frestað vegna veðurs::.. Þær léku við mig heilladísirnar í dag þegar kapteinninn á snuddupungnum hringdi og sagðist ætla að fresta um sólarhring vegna veðurs. En það var ekkert að veðrinu hérna á víkinni og nánast vor í lofti þótt það sé byrjun jan, ég labbaði eina ferð á sandinn í góða veðrinu í morgun til hressingar og mörbræðslu. Eftir hádegið fór ég svo á hjólið en ég var búin að lofa svila mínum prufutúr og þótti ekkert leiðinlegt að þurfa að standa við það. Ég byrjaði á að fara á ísinn á Hrísatjörninni þar sem ég tók smáskrens, Gummi var mættur þangað á grænu þrumunni og fór á kostum á ísnum, ég tók þetta fína vídeoclip þar sem þruman snérist eins og skapparakringla á ísnum. Eftir smá iceracing var svo farið á sandinn þar sem Gummi fékk smá útrás og jú litli frændi líka. Eftir sandspyrnuna reyndi ég aðeins við hjarnið en það hafði greinilega ekki þolað góða veðrið og var full meyrt fyrir okkar smekk. Ég setti inn nokkrar myndir af atburðum dagsins ;);). Já þetta er meira og m
..::Og þá er tvöþúsundogfimm farið::.. Jamm farið og kemur aldrei aftur, þarf ekki að velta sér meira upp úr því, það var samt að mörgu leiti ágætisár en ég vona samt að Guð gefi okkur betra ár í ár ;). Á þessum tímamótum þakka ég fjölskyldu vinum og kunningjum fyrir allt gamalt og gott og vona að Guð færi okkur öllum gæfu og gott gengi á hinu nýbyrjaða ári. Á morgun ætla ég svo að leggja land undir fót og skreppa vestur á Snæfellsnes og sækja pínulítinn snurvoðarbát sem er að koma hingað til Dallas, hvort ég verð eitthvað meira þar en þessa siglingu norður verður svo tíminn að leiða í ljós. En þetta er sem sagt staðan í augnablikinu. Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur....... PS: Mokaði inn nokkrum myndum af gamlárs á myndasíðuna................