Færslur

Sýnir færslur frá júní 15, 2008
Mynd
..::Komin tími á skriftir::.. Þetta er náttúrulega ekki orðið hægt en ég ætla samt að reina að sýna smá lit og pústa aðeins út, heitir það ekki að skrifta á Kaþólsku ? Það hefur ýmislegt verið í gangi hérna hjá okkur eins og vanalega, Reynir og strákarnir fóru í að skera burt hryggandskota á dekkinu sem hefur verið að flækjast fyrir okkur lengi, þörf hreynsum sem við hefðum átt að vera búnir að framkvæma fyrir löngu. Betra er seint en aldrei og á tímum ofurolíuverðs er gott að losa dallinn við alla óþarfa þyngd. Annars hef ég lítið annað gert í tvo daga en að sóa olíu í tómt bull og vitleysu, þeir félagar mínir á kompanýskipunum hafa tekið mig þvílíkt í rassgatið fiskilega séð að ég hef þurft að standa grátbólgin við stólinn búin á sál og líkama;). Eins og Silfurskottan orðaði svo vel um árið þá segi ég “Minn tími mun koma” ef ekki í dag nú þá einhvertímann seinna, kannski á morgun :). Vírus er einn af þeim sem lætur aflaleysið ekki raska ró sinni, honum nægir að það sé matur og vatn í...
Mynd
..::Gömul Hús!!!::.. Héðan er ekki mikið að frétta annað en að það hefur verið þokkalegasta rjátl undanfarna daga. Halli á Stöðinni (Halli Hall) skipper á Viktoríu, fyrrverandi póstútburðardrengur, póstflokkari og Eskfirðingur stóð fyrir spurningarkeppni í gærkvöldi. Keppnin var um heiti á gömlum húsum á Eskifirði. Skemmst er frá því að segja að mér gekk ekkert of vel í keppninni en er margsfróðari á eftir, Guðni í Múla var krýndur sigurvegari í keppninni. Mynd dagsins er fengin í óleifi á netinu en er engu síður af Eskifirði þar sem lognið hlær ;). Thats it for to now. Vona að Guð og gæfan lufsist með ykkur lífsins leið.......