..::Gömul Hús!!!::..
Héðan er ekki mikið að frétta annað en að það hefur verið þokkalegasta rjátl undanfarna daga.

Halli á Stöðinni (Halli Hall) skipper á Viktoríu, fyrrverandi póstútburðardrengur, póstflokkari og Eskfirðingur stóð fyrir spurningarkeppni í gærkvöldi. Keppnin var um heiti á gömlum húsum á Eskifirði.
Skemmst er frá því að segja að mér gekk ekkert of vel í keppninni en er margsfróðari á eftir, Guðni í Múla var krýndur sigurvegari í keppninni.

Mynd dagsins er fengin í óleifi á netinu en er engu síður af Eskifirði þar sem lognið hlær ;).

Thats it for to now.
Vona að Guð og gæfan lufsist með ykkur lífsins leið.......

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú hefur sennilega munað eftir Símonarhúsinu þar sem langafi þinn átti heima.Húsið sem Betty og Steini bjuggu í var kallað Markúsarhús.,það væri nú gaman að reina að rifja þetta upp,þau eru nú mörg nafngreid í gömlu myndunum hjá Helga. knús úr Kríulandi

Vinsælar færslur af þessu bloggi