Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 29, 2004
..::Nei nei ég er ekki hættur að blogga :)::.. Frekar rólegur dagur fram undir hádegi hjá mér, ég var aðallega í því að snúast í kring um sjálfan mig og láta mér leiðast. En það lagaðist allt þegar frúin kom úr vinnunni og grislingurinn úr skólanum ;), um miðjan dag renndum við inn á Akureyri með Einar þar sem að fjárfesta átti í körfuboltaskóm og sækja Hjördísi, skórnir voru ekki til í réttri stærð :(. Fyrst við vorum komin í bæinn kíktum við í Glerártorg og síðan í Bónus svona til að nýta ferðina, á eftir fórum við í Tónabúðina það sem við keyptum gítarmagnara fyrir Einar, en hann er á fullu í að læra á gítar þessa stundina og ég sé ekki annað en að það gangi bara ágætlega :). Að búðarrápinu loknu sóttum við Hjördísi og brunuðum home sweet home. Það hefur verið ofsalega fallegt haustveður á okkur í dag, og blankalogn :). Nýja þvottamaskínan er búin að spýta úr sér nokkrum skömmtum af nýþvegnu, og nú ber svo við að það er hægt að tala saman í húsinu meðan þvegið er, en á síðasta
..::Kuldalegt::.. Henti inn nokkrum kuldalegum skipamyndum þar á meðal ein af Sólborginni nýkysstri.
..::Ferðalag::.. Á þriðjudaginn flýttum við Nonni fluginu okkar frá St.John´s eftir þarfa ábendingu frá miklum flugspekúlant, sem betur fer forum við að ráðum hans annars hefðum við setið eftir einn dag í Halifax eða Boston. Í Halifax hittum við Adda Bert en hann hafði flogið á mánudag yfir til Halifax, þar fór allt flug í kæfu á mánudeginum eftir að einhver fáviti hljóp í gegn um öryggiseftirlitið og tíndist í fólksfjöldanum, með það sama var flugstöðin tæmd og öllu flugi aflýst. En á þriðjudeginum gekk allt eftir og lentum við á réttum tíma í Boston, í vélinni yfir voru Þýsk hjón sem heyrðu að við vorum frá Íslandi, þau vildu endilega fá að vera í fylgd með okkur í gegn um flugstöðina sem var auðsátt mál. Í Boston var stoppað nokkra klukkustundir áður en við lögðum upp í síðasta legginn heim á klakann, við lentum svo í Keflavík upp úr 06 og vorum nokkuð fljótir að dragast í gegn um verslanirnar og tollinn. Konan hans Nonna var mætt út á völl og fékk ég að fljóta með þeim niður
..::St John's::. Er komin til St John's og sit herna a hotelinu nybuin ad guffa i mig morgunmat af hladbordinu. Madur er svo timavilltur herna ad eg var komin a lappir klukkan fimm i morgun og byrjadur ad fletta a fjarstyringunnu hehe. Tad er skitavedur herna nuna, migandi rigning og vindsperra. En nun er komin rod af folki sem vill nota tolvuna svo ad eg tarf ad haska mer.
..::Pirate day::.. Jæja verður maður ekki að sinna aðeins þessu bloggi :). Í gær renndum við inn í höfnina og var tekið á móti okkur með skothríð og flugeldum, það var nú ekki verið að fagna komu okkar hehe, heldur var verið að halda upp á einhvern sjóræningja dag. Einhvertíman í kring um 1500 var hér uppi mikill sjóræningi sem ég kann ekki að nefna, hann hafði sína bækistöð hér í Hr.Grace og lagði upp í ránsferðir sínar héðan, í minningu hans var haldin einhver hátíð hérna í gær. Við skruppum aðeins um borð í Ocean Prawn sem er að landa hérna, þetta er 18ára gamalt skip 16metra breiður og lestar 750tonn af rækju, skipstjórinn var Dani og sagði að þetta væri svona normal túr en það tók hann 24daga höfn í höfn að stappa í dósina. Daninn var hinn almennilegasti og vildi allt fyrir okkur gera, hann bauð okkur í sætsýn túr um skipið og sýndi okkur vinnslusalinn vélarrúmið og vistarverur skipsins. Þetta er mubla þetta skip, einstaklega vel um gengið og vel við haldið, skipstjóraíbúðin v