..::Pirate day::..
Jæja verður maður ekki að sinna aðeins þessu bloggi :).
Í gær renndum við inn í höfnina og var tekið á móti okkur með skothríð og flugeldum, það var nú ekki verið að fagna komu okkar hehe, heldur var verið að halda upp á einhvern sjóræningja dag. Einhvertíman í kring um 1500 var hér uppi mikill sjóræningi sem ég kann ekki að nefna, hann hafði sína bækistöð hér í Hr.Grace og lagði upp í ránsferðir sínar héðan, í minningu hans var haldin einhver hátíð hérna í gær.
Við skruppum aðeins um borð í Ocean Prawn sem er að landa hérna, þetta er 18ára gamalt skip 16metra breiður og lestar 750tonn af rækju, skipstjórinn var Dani og sagði að þetta væri svona normal túr en það tók hann 24daga höfn í höfn að stappa í dósina.
Daninn var hinn almennilegasti og vildi allt fyrir okkur gera, hann bauð okkur í sætsýn túr um skipið og sýndi okkur vinnslusalinn vélarrúmið og vistarverur skipsins. Þetta er mubla þetta skip, einstaklega vel um gengið og vel við haldið, skipstjóraíbúðin var til dæmis ekki síðri en svítan á hótel Sögu.
Skildi maður einhvertíman eiga eftir að standa við stjórnvölin á svona skipi? Hver veit? :).
Það var mikið um að vera hér í gær varðandi þannan sjóræningja dag og mikið af fólki í bænum, maður lét sig ekki vanta á öldurhúsið í gærkvöldi og þar saug ég innar úr nokkrum ölglerjum ;) og borgaði fyrir það með peningum í gærkvöldi og heilsunni í morgun :).
Í dag pumpaði vélstjórin næringu á dósina, 250.000litr takk fyrir! en við þann gjörning síkkaði dósin aðeins á sjónum og er nú með grútarprammahleðslu.
Við Reynir lögðum land undir fót í dag og brunuðum norður til Old Perlikan og þaðan til Dildo, svo gáfulegt sem það bæjarnafn nú er :).
Annars er lítið að segja annað en að veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur 24°C í gær og 17°C í dag.
Í kvöld eru svo Kristján og Lilja búin að bjóða mér í mat svo að maður er frekar lukkulegur með lífið þennan daginn.
Og Jóli vill endilega fá mig til Georgíu, hann var búin að redda sér túlk frá St.Johns sem þýddi boðið ofan í mig. Bara að láta vita með mánaðar fyrirvara og þá yrði ég borin á gullstól um alla Georgíu :), þessu til áréttingar varð að skála í vodka og var ekki nokkur leið að komast undan því ;). Skál! fyrir foreldrum allara viðstaddra borið fram í notuðum jógúrtdósum, staupið mitt var undan hnetujógúrt ;).
Þetta verður að duga ykkur í dag, Góða helgi og Guð geimi ykkur.
Jæja verður maður ekki að sinna aðeins þessu bloggi :).
Í gær renndum við inn í höfnina og var tekið á móti okkur með skothríð og flugeldum, það var nú ekki verið að fagna komu okkar hehe, heldur var verið að halda upp á einhvern sjóræningja dag. Einhvertíman í kring um 1500 var hér uppi mikill sjóræningi sem ég kann ekki að nefna, hann hafði sína bækistöð hér í Hr.Grace og lagði upp í ránsferðir sínar héðan, í minningu hans var haldin einhver hátíð hérna í gær.
Við skruppum aðeins um borð í Ocean Prawn sem er að landa hérna, þetta er 18ára gamalt skip 16metra breiður og lestar 750tonn af rækju, skipstjórinn var Dani og sagði að þetta væri svona normal túr en það tók hann 24daga höfn í höfn að stappa í dósina.
Daninn var hinn almennilegasti og vildi allt fyrir okkur gera, hann bauð okkur í sætsýn túr um skipið og sýndi okkur vinnslusalinn vélarrúmið og vistarverur skipsins. Þetta er mubla þetta skip, einstaklega vel um gengið og vel við haldið, skipstjóraíbúðin var til dæmis ekki síðri en svítan á hótel Sögu.
Skildi maður einhvertíman eiga eftir að standa við stjórnvölin á svona skipi? Hver veit? :).
Það var mikið um að vera hér í gær varðandi þannan sjóræningja dag og mikið af fólki í bænum, maður lét sig ekki vanta á öldurhúsið í gærkvöldi og þar saug ég innar úr nokkrum ölglerjum ;) og borgaði fyrir það með peningum í gærkvöldi og heilsunni í morgun :).
Í dag pumpaði vélstjórin næringu á dósina, 250.000litr takk fyrir! en við þann gjörning síkkaði dósin aðeins á sjónum og er nú með grútarprammahleðslu.
Við Reynir lögðum land undir fót í dag og brunuðum norður til Old Perlikan og þaðan til Dildo, svo gáfulegt sem það bæjarnafn nú er :).
Annars er lítið að segja annað en að veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur 24°C í gær og 17°C í dag.
Í kvöld eru svo Kristján og Lilja búin að bjóða mér í mat svo að maður er frekar lukkulegur með lífið þennan daginn.
Og Jóli vill endilega fá mig til Georgíu, hann var búin að redda sér túlk frá St.Johns sem þýddi boðið ofan í mig. Bara að láta vita með mánaðar fyrirvara og þá yrði ég borin á gullstól um alla Georgíu :), þessu til áréttingar varð að skála í vodka og var ekki nokkur leið að komast undan því ;). Skál! fyrir foreldrum allara viðstaddra borið fram í notuðum jógúrtdósum, staupið mitt var undan hnetujógúrt ;).
Þetta verður að duga ykkur í dag, Góða helgi og Guð geimi ykkur.
Ummæli