..::Ferðalag::..
Á þriðjudaginn flýttum við Nonni fluginu okkar frá St.John´s eftir þarfa ábendingu frá miklum flugspekúlant, sem betur fer forum við að ráðum hans annars hefðum við setið eftir einn dag í Halifax eða Boston.
Í Halifax hittum við Adda Bert en hann hafði flogið á mánudag yfir til Halifax, þar fór allt flug í kæfu á mánudeginum eftir að einhver fáviti hljóp í gegn um öryggiseftirlitið og tíndist í fólksfjöldanum, með það sama var flugstöðin tæmd og öllu flugi aflýst.
En á þriðjudeginum gekk allt eftir og lentum við á réttum tíma í Boston, í vélinni yfir voru Þýsk hjón sem heyrðu að við vorum frá Íslandi, þau vildu endilega fá að vera í fylgd með okkur í gegn um flugstöðina sem var auðsátt mál.
Í Boston var stoppað nokkra klukkustundir áður en við lögðum upp í síðasta legginn heim á klakann, við lentum svo í Keflavík upp úr 06 og vorum nokkuð fljótir að dragast í gegn um verslanirnar og tollinn. Konan hans Nonna var mætt út á völl og fékk ég að fljóta með þeim niður í Garð. Ég lagði mig svo í boði foreldra minna fram að hádegi en þá vaknaði ég í ilmandi Ýsu og soðnar kartöflur, algjört sælgæti eftir rúmlega mánaðar skammt af svínasteik hjá Jóla.
Um miðjan dag kom svo Nonni brunandi á sínum eðalvagni tilbúin að skutla mér til Reykjavíkur í flug, við stoppuðum aðeins í bænum til að skila af okkur hinum og þessum pökkum og varahlutum en svo var lagt í næsta legg hjá mér, flug milli Reykjavíkur og Akureyrar. Það gekk fínt norður og beið betri helmingur minn á vellinum eftir mér, við kíktum aðeins á heimavistina til Hjördísar áður en við brunuðum heim.
Mikið agalega var gott að vera komin heim!!!!!

Í dag svaf ég svo fram undir hádegi enda orðin slæptur eftir flugið og hvíldinni feginn ;).
Við keyptum okkur svo nýja þvottavél í dag en sú gamla söng síðustu óperu sína fyrir skömmu, eftir tólf ára strit og erfiði gafst hún upp með látum.
Seinnipartinn hjálpuðum við Ragnheiði að flytja niður í Bjarkarbraut.
Nú er klukkan orðin 19:15 og matarilmurinn togar mig frá tölvunni.

That´s it :):):)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
generic viagra how to buy viagra online in australia - buy herbal viagra online

Vinsælar færslur af þessu bloggi