..::Nei nei ég er ekki hættur að blogga :)::..
Frekar rólegur dagur fram undir hádegi hjá mér, ég var aðallega í því að snúast í kring um sjálfan mig og láta mér leiðast.
En það lagaðist allt þegar frúin kom úr vinnunni og grislingurinn úr skólanum ;), um miðjan dag renndum við inn á Akureyri með Einar þar sem að fjárfesta átti í körfuboltaskóm og sækja Hjördísi, skórnir voru ekki til í réttri stærð :(.
Fyrst við vorum komin í bæinn kíktum við í Glerártorg og síðan í Bónus svona til að nýta ferðina, á eftir fórum við í Tónabúðina það sem við keyptum gítarmagnara fyrir Einar, en hann er á fullu í að læra á gítar þessa stundina og ég sé ekki annað en að það gangi bara ágætlega :). Að búðarrápinu loknu sóttum við Hjördísi og brunuðum home sweet home.
Það hefur verið ofsalega fallegt haustveður á okkur í dag, og blankalogn :).
Nýja þvottamaskínan er búin að spýta úr sér nokkrum skömmtum af nýþvegnu, og nú ber svo við að það er hægt að tala saman í húsinu meðan þvegið er, en á síðasta lífsári gömlu Símensvélarinnar okkar var eins og að herþota væri að taka á loft af flugmóðurskipi þegar hún datt yfir í þeytivindugírinn, þvílíkur munur að vera laus við það :).
Annað er ekki í fréttum af mér eða mínum.
Ég óska ykkur góðrar helgar....................yfir og út!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi